afhverju er fólk svona tregt að móttaka það sem er í gangi í kringum það..
jú þetta er víst ennþá spurning um hvort við borgum eða ekki..
ef okkur ber ekki lagaleg heimild til að borga þetta, eigum við þá að borga þetta ?
frumvarpið sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðis innihélt ekki 2 mikilvægusu fyrirvara sem þingið samþykkti í ágúst. Það er annars vegar að ef það kæmi ótvírætt í ljós að íslenska ríkið þyrfti ekki að bera tjón innistæðueiganda þá yrði farið að samningaborðinu aftur (og með það staðfest þýðir að við þyrftum ekki að halda áfram að borga) og hinsvegar að bretar gætu ekki gert kröfu til að taka yfir auðlindir íslands ef við getum ekki borgað af láninu.. sem myndi hafa gígantísk áhrif á ísland ef bretar myndi notfæra sér það.
Það sem þú ert að tala um er að það leikur enginn vafi lengur á að við ætlum að standa við skuldbindingar okkar. Hverjar eru skuldbindingar okkar atm? basicly að borga tjónið ef okkur ber skilda til, sem ég er farinn að hallast að að við gerum ekki.
Dómstólaleiðin er ekki jafn hræðileg leið til að komast að niðurstöðu í þessu máli eins og er talað um hérna á litla íslandi. Upphæðin er x mikil (500-700milljarðar eftir að eignir landsbankans hafa verið gerðar upp) og getur ekki hækkað (nema með vöxtum sem við erum hvort sem er byrjuð að safna og söfnum til 2016 án þess að borga af höfuðstólnum að upphæð 70 þús krónur mínútan) vextirnir eru 5,5% sem þekkist ekki í bretlandi eða í hinum stóru ríkjum esb. Auk þess sem að samkvæmt reglugerð esb ber landinu sem útibú bankans er staðsett á að passa uppá að nóg sé til í innistæðutryggingarsjóðnum, sem bretar feiluðu á.
Ég held að dómstólaleiðin sé svona 49-49-2
49% að við sitjum uppi með svipaða samninga
49% að við sitjum uppi með enga ábyrgð what so ever
2% að við fáum verri samninga
Svo ég vildi óska að við myndum asnast til að fara dómstólaleiðina í þessu máli, allavega hóta því, bretar myndu gefa eftir í samningagerðinni um leið og við myndum sitja uppi með fína samninga.
Vildi bara benda þér á þessa staðreyndarvillu hjá þér.