Lífið er svo leiðinlegt stundum. Kisan mín, sem ég hef átt og elskað eins og barnið mitt í rúmlega níu ár, var að deyja. Henni var lógað friðsamlega eftir að dýralæknirinn lýsti því yfir að hún væri afar veik og eiginlega þjáð, sem gerir þetta miklu verra, að vita að hún er búin að þjást á meðan við fjölskyldan vorum algerlega grunlaus. Ég gat ekki einu sinni verið hjá henni á meðan, sem gerir þetta enn ömurlegra.
Níu ár. Nííííu ár. Það er tæplega helmingur ævi minnar. Og núna er hún bara…farin.
Mig vantaði útrás. Takk.