Alls ekki. Mér skilst einfaldlega að mjög margar konur sem selja sig sé það þvert um geð. Ég er ekkert á móti vændisþjónustu. Þetta var meira spurning um hvernig hægt væri að stöðva mansal (eitt ‘n’! wtf!?), sér í lagi sölu á kynlífsþrælum.
Með því að hætta að hafa vændi ólöglegt, það segir sig eiginlega sjálft. Ef konur eru misnotaðar á löglegum vændismarkaði þá geta þær kært kúnnana, ef þær eru beittar misrétti geta þær kært þá sem reka vændishúsin.
Eins og staðan er í dag þá þurfa undirheimarnir að leysa þessi mál sjálfir og þá endum við með melludólgum sem slá stelpur og menn sem kyrkja konur í aftursætinu á bílnum sínum.
en annars þá held ég að þetta summi upp öllu:
http://www.youtube.com/watch?v=AIUIwz7fZZo&feature=PlayList&p=9C242F1FCD517F2D&playnext=1&playnext_from=PL&index=36Þetta myndband er reyndar um klámiðnaðinn, en rökin eru þau sömu.
Ef “lögga” kæmi aftan að þér, tæki þig í löggutak og miðaði byssu á hausinn á þér og segði þér að borga skatt – hvað myndiru gera?
Sem sagt, ef einhver kemur upp að mér úti á götu og rænir mig… hvað geri ég þá?
Ég vil ekki hætta lífi mínu þannig líklegast myndi ég láta hann hafa það sem hann vill, síðan myndi ég kæra málið og reyna að finna viðkomandi þar sem við erum flest sammála um að slík hegðun sé ekki ásættanleg.
Ef hann væri einkennisklæddur frá ákveðnu fyrirtæki þá myndi ég krefjast þess að fyrirtæki bætti mér skaðan og myndi segja viðkomandi starfsmanni upp og að hann yrði helst dæmdur fyrir þetta athæfi.
Það er greinilegt að það er ekki gott businessplan fyrir fyritæki að beita kúnna ofbeldi, því myndi þetta löggæslu fyrirtæki missa viðskiptavini og líklegast fara á hausinn.
Þó það myndi ekki alveg fara á hausinn og myndi ekki heldur taka mig alvarlega þá gæti ég farið með málið til ANNARS fyrirtækis sem er tilbúið að verja minn rétt. Þá erum við komin með samkeppni og kerfi sem er í grunninn mjög líkt gamla goðakerfinu.
Það sem ég meinti væri að samkeppnin gæti hætt að snúast um að bjóða lægst verð og bestu þjónustuna fyrir almenning yfir í að halda keppinautum burt með valdi, og neyða almenning einfaldlega að borga eins og hann getur
En eins og ég sagði þá er þetta virkilega dýrt og óhagkvæmt business plan. En ég verð þó að segja að mér finnst það grundvallar réttur mannsins að geta og mega verja sjálfan sig svo ef slíkt einræðisherra ástand myndi myndast (sem ég efast stórlega um því slíkt ástand myndast ekki nema við MIKIÐ ríkisvald, ekki lítið) þá ætti fólk að hafa rétt til þess að verjast þessum ágangi fyrirtækjanna upp á eigin spýtur.
Svo sama hvernig þú lítur á málið, þá munu fyrirtækin ekki komast upp með slíkt athæfi nema að þjóðin sé í raun sátt með það.
Stofnum nýtt ríki uppá hálendinu – nema þú sért í Hugmyndaráðuneytinu?
Nei, þá erum við að tengja ríkisvaldið við línur á landakorti, sem er einmitt það sem felldi goðakerfið (þegar goðarnir fóru að stjórna ákveðnum sýslum í stað þess að vera með persónulega samninga við hvern viðskiptavin sama hvar hann bjó á landinu).
Fyrir utan það að byggð uppi á hálendi væri svakalega dýr þar sem þarf að hita upp hús, verjast meiri vetrarhörku, enginn aðgangur að sjó og því minni verslun og erfiðari skilyrði til flugs á veturna.
En ég er í raun hlynntur því að skipta ríkinu upp í nokkrar einingar og leyfa fólki að velja hvaða ríki það vill tilheyra. Þannig er komin bein samkeppni um ríkisvaldið og það getur því ekki reytt sig á það að vera örugglega með stjórnvöldin 4 ár í senn.
Varðandi morð: Í versta lagi þá munu einstaklingar oftast sjá til þess að réttlætinu sé fullnægt með því að hefna fyrir þau.
En miðað við hvernig þjóðfélagið er upp byggt þá munum við líklegast komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki æskilegt og því munum við leysa deilumál sem innihalda morð á annan hátt.
T.d. var oft ekki hefnt fyrir morð á þjóðveldisöld heldur var það bætt upp með fjársekt og viðkomandi gerður útlægur. Ég veit ekki hvernig er fullkomnast að takast á við hvert morðmál, það verður samfélagið að finna út.