Eitt skiptið sem ég var á Roskilde áttum við síðasta kvöldið hina og þessa afganga af sterku áfengi sem enginn nennti að klára. Einn strákur í ‘kampinu’ mínu ákvað nú að stúta restinni af þessu, rétt rúmlega botnfylli af 5 eða 6 flöskum, m.a. famous grouse, 60% stroh, eitthvað drasl vodka, etc.etc.
Hann teygar hverja flöskuna á eftir annari og öskrar og urrar smá en harkar það síðan af sér. Við leggjum af stað frá ‘kampinu’ og í áttina að tónlistarsvæðinu eiginlega bara þegar hann er nýbúinn að drekka þetta, síðan byrjar aldeilis að hellast yfir hann ölvunin og svona tæpum 10 mínútum eftir að við leggjum af stað líður hreinlega yfir hann (vorum samt ekki komin mjög langt sökum mikillar ölvunar flestra í hópnum, og margs annars sem fangaði athyglina). Annar vinur minn, stór og sterkur og frekar mikið fullur, ákveður að vippa honum bara upp á bak og bera hann upp á tónlistarsvæði svo hann missi nú ekki af síðasta kvöldinu. Hann labbar með hann í smá stund en hrasar síðan og meðvitundarlaus farþeginn rekur höfuðið all illilega í jörðina og það byrjar að blæða hressilega og fólk safnast að okkur og m.a. svona festival medics sem byrja eitthvað að athuga lífslíkurnar á meðan við reyndum að róa fólk niður með því að segja "Don't worry, it's okay, he's from Iceland!"
Það endaði síðan reyndar þannig að hann fór uppá spítala og var úrskurðaður lifandi og vaknaði ekki fyrr en seint næsta dag með versta hausverk sem hægt er að hugsa sér og mundi ekkert voðalega mikið eftir deginum áður.
Ekki drekka of mikið krakkar, ekki of hratt og _ekki_ til að sýnast. ;-)