En þú þekkir mig ekki og veist ekkert um mig eða neitt þannig.
Það er bara sagt við kennarana og hefur verið sagt við okkur yfir bekkinn að kennararnir eigi að fara sparlega með tíur við það þegar farið er yfir efni sem heyrir undir vinnueinkunn, líkt og ritgerðir og heimavinnumöppur.
Hef m.a. séð deildarstjórann “skamma” náttúrufræðikennarann fyrir að gefa 10 fyrir ritgerð.
Annars fæ ég 10 í öllum prófum, en bara 9,5 í vinnueinkunn frá henni. Þó ég sé langt yfir standördum 10. bekkjar yfir enskukunnáttu. Hef meðal annars klárað ENS103 og ENS203, reyndar í fjarnámi en samt. Fékk 10 í þeim.
Svo er ég töluvert betri en kennarinn og hún hefur oftar en einu sinni kallað í mig er hún var að búa til próf og ég þarf að sitja hjá henni þegar hún fer yfir ritgerðir frá mér vegna þess að sum orðin finnur hún ekki í orðabókinni sinni.