Arg. Frekar tilgangslaust nöldur, en ég eiginlega verð að koma þessu frá mér…

Ég var í Kringlunni í dag, í Skífunni nánar tiltekið. Eitthvað var ég vafrandi um búðina eins og umkomulaust skrímsli þegar ég rek brúngráar glyrnurnar í rekka með diskum á verði frá 99 krónum.
Ég fór því og skoðaði þetta nánar og fann ýmsa diska á ágætu verði. Reyndar var aðallega crap þarna en meðal ruslsins leyndust til dæmis The Great Northern Whalekill eftir Mínus og The Hope eftir Sign. Báðir á eitthvað í kringum 700, sem mér finnst nú þónokkuð underpriced miðað við gæði.

En þó var eitt sem fór mjög í taugarnar á mér, ég fann diskinn “Betty takes a Ride” eftir hljómsveitina Isidor, aðeins eitt eintak. Sá diskur var verðlagður á 99 krónur!

Ætlaði ekki að trúa þessu, sérstaklega miðað við hve margi rusldiskar voru á 500 kall…til dæmis eitthvað sem kallaðist “Innrás - Kúrekar og Kornflex” eða eitthvað álíka!

Ef einhver kannast við hljómsveitina Isidor, þá vitið þið kannski hvað ég er að tala um :)
En ég varð bara að tuða í einhvern.

Samt sem áður nýtti ég mér þetta tilboð og á núna tvö eintök, svona ef annað skyldi týnast eða eitthvað.

Ef einhver nennti að renna yfir þetta blaður, takk takk, og hlustið á Isidor.



kv,
Kjötfars.