Það sem ég meinti er að þegar málinu er hvolft, þá erum við bara að drepa, núna, Talíbana.
Einmitt… sem hefur tekið núna 9 ár og enn sér ekki fyrir endann á þeirri baráttu og hún mun líklegast ekki enda vel ef við lítum á sögu innrásarhera í Afghanistan.
Af hverju er ekki verið að drepa Al-Kaídamenn? Voru þeir ekki réttlætingin fyrir stríðinu? Talibanar koma þessari deilu mjög takmarkað við.
Fólki líður ekki vel í Írak en því líður betur.
Hver ert þú til þess að dæma um það? Almenn lífsskilyrði í Írak eru langt fyrir neðan þau sem þau voru á tíð Saddams.
Ég er ekki að réttlæta Saddam, en þú verður að líta opnum augum á þetta mál. Enn er allt í fokki, hatur á vesturlöndum er meira en nokkurtímann, tugir þúsunda af óbreyttum borgurum hafa dáið vegna þess að við vorum að ‘bjarga’ þeim, þegar þau voru alls ekkert að biðja um að láta bjarga sér og stríðið kostar milljarða dollara á hverju ári.
Er það virkilega gáfulegt? Hefði ekki verið hægt að takast á við Saddam á skynsamari vegu?
Planið í Afghanistan er að slást á móti hryðjuverkahópum (Talíban)
Al-kaída er meinti hryðjuverkahópurinn… Talibanar, eins og ég sagði, koma þessari deilu við að mjög takmörkuðu leiti.
Ef markmiðið var að Talibanar ættu ekki að hýsa hryðjuverkamenn, þá held ég að þeir hafi lært sína lexíu.
Þú ert sennilega bara að tala um PATRIOT act þegar þú segir að frelsi BNA menn hafa verið sviptir vissu frelsi. Það er ekki stríðinu að kenna heldur óvinur Ameríku, hryðjuverkahóparnir.
Bandarískir stjórnmálamenn réttlættu þessa löggjöf út af hryðjuverkaógninni.
Ef þú hefur nokkra tilfinningu fyrir frelsi, aðra en þá að þetta sé orð sem þú getur flaggað til þess að finnast töff og réttlátt að vera hermaður, þá ættiru að skilja að grundvöllurinn fyrir frelsi er einmitt að fórna því ekki fyrir öryggi.
Það er það sem Bandaríkjamenn gerðu í kjölfar stríðsins og er svartur blettur á sögu þeirrar þjóðar.