Einhver gæti hafa heyrt um þetta, en þetta er semsagt útvarpsþáttur í Bretlandi (Frá 1942, sem er met).
En það er þannig að þú ert á eyðieyju og færð að taka.
-8 lög.
-Eina bók, með Kóraninum, Biblíuni eða Shakespeare Collection. (T.D Devil's Rose og Kóraninn.)
-Einhver þægindi, en þú getur ekki notað það til að komast í samband við eitthvað úti í heimnum og bannað er að nota það til að flýja/geta notað það til að flýja.
(Þarf ekki að gera, en veldu uppáhaldslagið og afhverju.)
Sjálfur myndi ég taka.
-Free Bird Geðveikt lag sem er svo vandað að… Er varla hægt að lýsa því. Sólóið er líka of kúl.
-Wish You Were Here Vandað og flott lag, David Gilmour að gera góða hluti.
-Stairway to Heaven … Þarf varla að útskýra, eitt besta lag frá bestu plötu frá einni bestu hljómsveit sem til er.
-Hey Joe Fallegur baksöngur sem styður Hendrix að gera það sem hann gerir best.
-Susie Q Fallegt lag með flottum Blues fílingi, rosalegt lag frá CCR.
-Shine On You Crazy Diamond Einstaklega fallegt lag, langt og frábært.
-Pinball Wizard Lagið sem dró mig inn í the Who. Skemmtilegar minningar með þetta lag.
-Aqualung Flott lag með flottum texta, elska hvernig það er einfaldlega rosalegt. Mikið af borðum (e. layers) í þessu lagi.
-Kóraninn Verður ábyggilega áhugavert að lesa þetta verk.
-Warcraft Archives Langt samansafn af Warcraft sögum, já, ég er nörd.
-Kassagítar Gaman að leika sér á þessu