Hingað og ekki lengra. Núna verð ég að leiðrétta þennan stóra misskilning. Þegar fólk hefur látið sprauta í varirnar á sér til að stækka þær kemur Botox hvergi við sögu.
Botox er efni sem er, í fegrunaraðgerðum, notað við hrukkum. Þetta er efni sem eingöngu sprautað í enni fólks í þeim tilgangi, því það lamar vöðvana, og þar af leiðandi myndi enginn heilbrigður læknir sprauta því í varirnar á neinum.
Það eru ýmis efni notuð við stækkun á vörum, þar er collagen vinsælast. Þetta eru collagen varir ekki Botox varir. Hver sá sem kom þessum misskilningi af stað ætti að vera skotinn.
Þess má einnig geta að Botox er ólöglegt í fegrunaraðgerðum á Íslandi einmitt vegna þess að það lamar vöðvana. Í Guðanna bænum, börnin góð, ekki tala um Botox varir. Talið um collagen.