VÁ!! Ég var á kaffihúsi í gærkvöldi með nokkrum vinkonum, svona vinahópur sem ég fer stundum með á djammið, og þær buðu mér með á kaffihús.

En þær töluðu um MEGRANIR, KALORÍUR, BRJÓSTASTÆKKANIR, BÓTOXVARIR, make-up, KLIPPINGU, FITU og BRÚNKU allan tímann!! váá ég var að verða GEÐVEIK á þessu… svo vildu þær bara borða 600 kaloríur á dag eftir jólin.

Hafa þær aldrei heyrt um að hætta þessu tali og FÁ SÉR BARA KÖKU?! og hætta að roðna og skamma hvor aðra í hvert skipti sem þær “viðurkenna” að þær hafi fengið sér hamborgara einn laugardaginn. Ein var skömmuð fyrir að fá sér aukasykur út í kaffið sitt.

Þær eru allar rosalega sætar, venjulegar, hávaxnar og grannar íslenskar konur. Stelpur á föstu, sem strákar horfa samt á eftir á djamminu, en samt ekki skinkur.

Það er ekkert að því að hafa heilbrigðan lífstíl og hugsa um útlitið og hafa allt sukk í hófi, en þetta er nú bara komið út í rugl!
“ómægaadskilluru…”
…peace
-Pláneta.