6 ára beit ég í tunguna mína þegar ég datt af borði. Áramótin 2002-2003 grillaði frændi minn óvart olnbogann minn með blysi. Og 15 ára brákaði ég á mér baugfingurinn eftir slagsmál.
Var einhvern tímann í leikjalandi í Smáralind (man ekki hvað ég var gömul.) Datt svo á hendina og tognaði. Þurfti að fara í sjúkraþjálfun að laga hana. Ennþá daginn í dag er puttinn minn skrítinn, kemur brak hljóð þegar í begi hann og eitthvað vesen.
Svo potaði ég líka einu sinni röri í augað mitt, það var frekar vont.
öö datt úr rennibraut þegar ég var 3 ára og fékk gat á hausinn og það þurfti að sauma. er að pæla í að fara að handleggsbrotna eða eitthvað, hætta þessum aumingjaskap.
try it, mæli ekki með því! man svo eftir því hvað ég hataði að vera í gifsinu!:O en reyndar fann ég ekkert fyrir því þegar ég brotnaði, maður var samt alveg ááá en eitthvernveginn lenti ég í sæluvímu og síðan gefið mér awesome verkjatöflur uppá slysó:D
Missteig mig þegar ég var að hlaupa á stétt (var að elta skopparabolta eða e-ð) þegar ég var svona 10-11 ára. Reif skinnið í lófunum, skrapaði á mér magann, fékk feita marbletti á bæði hnén, og fékk tvö ljót sár - eitt undir nefinu, og eitt undir neðri vörinni.
Skil ekki ennþá hvernig mér tókst að brjóta ekki annað hvort nefið á mér eða tennurnar á mér.
Pabbi minn beit mig óvart í hausinn þegar ég var svona sex ára. Systir mín helti asentoni í augun mín um svipað leyti. Vinkona mín lamdi mig einu sinni með heitum pönnukökuspaða í andlitið.
Við vorum í rennibraut í sundlaug og ég var, like, dvegvaxinn at the time svo hann sendi mig fyrst niður og fór svo á eftir mér. Því miður fór hann miklu hraðar en ég og lenti á mér þegar við lentum úti í lauginni með þeim afleiðingum að hann, þannig séð, beit mig í hausinn.
Litli bróðir minn braut litlafingur með því að hoppa á hann, svo fór ég í gegnum svona viku með hann þvílíkt bólginn og læta. Samt ekkert svakalega vont.
Svo hljóp ég á vegg af því ég var svo spenntur fyrir að gera eitthvað og það var náttúrulega mjög vont, en svo sá ég kúluna vera að stækka í speglinum og það olli 2 mjög löngum öskrum :)
Datt af sviði 13-14 ára, tognaði í hendi og fékk humongus marblett alveg frá lærinu og upp að öxl.. lenti á hlið svo það var vont að labba í svona 3 vikur
svo hefur maður líka brákað og þannig shis
Oh, don't mind me… I'm just enjoying my betterthanyouness. ^^
Klemmdi mig á milli hjara þegar ég var 6, missti næstum puttann. Sparkað í mig þegar ég var 10 og það blæddi inná lið í fætinum. Var hrint í fótbolta þegar ég var 12 braut kinnbein. Fekk skíðalyftu í andlitið þegar ég var 15 og braut á mér nefið. Datt niður stiga 17 eða 18, fékk heilahristing og kinnbeinsbrotnaði. Þaut á vegg einhverntíman þarna og brákaði á mér nefið. Datt á þjóðhátíð 2008 og handleggsbrotnaði :P
- Nefbrotnaði í fæðingu, man ekkert eftir því en á enn erfitt með að anda í gegnum aðra nösina.
- Datt á hausinn ofan af 2m háum múrvegg á hausinn á steypu þegar ég var 5 ára. (eiginlega stökk ég en það er önnur saga…)
- Sneri mig mjög illa á fætinum í fyrra eða hittífyrra í íþróttum. Gat ekki farið á æfingu í einhverjar vikur (æfi blak) og finn ennþá stundum fyrir því.
- Missti viðbjóðslega þunga pönnu á fótinn á mér… ætli það séu ekki 2 ár síðan eða eitthvað svoleiðis, og það komu sprungur í beinin.
Ok, byrjum á byrjuninni. - Hvaðan koma börnin? - Hvernig koma þau þaðan?
Dettur þér eitthvað í hug núna?
Og nei, kannski smá heilahristingur, ég man það ekki. Ekkert alvarlegt allavegana, það kom ekki einu sinni sár. . . . Minnir mig. . . kannski skrámur en ég man það ekki vel þar sem ég var 5 ára. . .
jú mér datt það svo sem í hug en hef bara aldrei heyrt það áður ;)
hvernig gastu ekki einu sinni fengið heilahristing? ef eitthvað er eru lítil börn viðkvæmari fyrir svona og ef þú ert ekki aaaðeins að ýkja þessa hæð þá er 2 metrar nokkuð hátt fall á hausinn.
Það gæti verið að ég sé að ýkja, mig minnir bara að hann hafi verið það hár en þar sem ég var 5 ára man ég það ekki nákvæmlega (hann gæti hafa verið lægri, ég var bara svo lítil) Ég fór upp á spítalann í myndatöku og það var allt í lagi. Það var reyndar þá sem nefbrotið var uppgötvað. Þau buðust til að laga það en það hefði þýtt að brjóta nefið á mér til baka. . . Það gæti líka verið að ég hafi ekki lent beint á hausnum en mér finnst það rökréttast þar sem það voru bara teknar myndir af höfðinu á mér, engu öðru.
Það versta sem ég hef lent í var þegar efra beinið á öðrum handleggnum hjá mér fór í sundur. Það fór algjörlega í sundur og síðan komu einnig sprungur í það. …..Og ég var í útlöndum með fjölskyldu minni þannig að það tók tíma að finna spítala. Ég var barn og enþá að vaxa svo ég þurfti ekki að fara í aðgerð…en hinsvegar var brotið svo ofarlega á handleggnum að ég gat ekki farið í gifs. Svo ég þurfti bara að vera með hendina í fatla þó beinið væri brotið.
Man ekki hvað ég var gömul…held ég hafi verið eitthvað á bilinu 10-12 ára…
Datt á línuskautum þegar ég var 11 ára og brákaði á mér úlnliðinn. Tognaði í fætinum þegar ég var 7 ára og var að labba upp stiga í skólanum mínum þegar það komu fullt af 7.bekkingum og hlupu yfir mig. Datt með hausinn á stein þegar ég var 5 ára. Tognaði í hendinni í handbolta þegar ég var svona 10 ára. Þegar amma stakk sígarettu uppí nefið á mér þegar ég var svona 4 ára.
-Ég hjó í sundur á mér vörina þegar ég datt á glerborð í 8ára afmælisveisluni minni. Er núna með þetta fína ör til að minna mig á það…fólk heldur pirrandi oft að það sé frunsa :(
-Fékk gat á hausinn þegar að eldavél datt ofan á mig þegar ég var 4 - 5 ára. (er með stórt strik á hausnum sem vex ekkert hár á núna)
-Braut í mér tönn þegar ég misst tölvuna mína í andlitið(ekki spyrja hvernig) tveim dögum fyrir jól 2008, þetta kallaði á tvær klukkustundir í tannlæknastólnum og voru það örugglega tvær verstu klukkustundir lífs míns. Það er skarð í tölvuni eftir þetta.
-Renndi mér niður brekku á rassinum og kom niður á steinvegg. Braut rófubeinið.
-Brákaði á mér þumalputta í handbolta daginn fyrir mót. Fór ekki til læknis við hræðslu við að fá ekki að spila á mótinu, spilaði 4 leiki. Þá gat ég ekki haldið á boltanum fyrir sársauka og puttin orðin eins og bolti í laginu.
- Brákaði á mér úlniðin þegar ég datt fram af palli og hendin lenti einhvernvegin undir mér.
Ótrúlegt hvað ég hef dottið oft og lent í þvíliku “slysunum” hvað það hefur sjaldan einhverjar afleiðingar í för með sér eins og brot eða önnu meiðsli. En já, ég er klaufi af besti gerð.
Rann niður íslagða brekku á hólnum í skólanum hérna á ~8cm stálklump sem var bara skilinn eftir af douchebag Pólverjunum sem að voru búnir að vera að vinna þarna, hann kleif löppina á mér nokkurnveginn í tvennt og ég var borinn inn hágrenjandi af húsverðinum sem að hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona alvarlegt drasl fyrr en að ég fór úr snjógallanum og hann öskraði á ritarann að hringja á sjúkrabíl. 2. bekk. Bitinn af könguló, 3. bekk.
Ég held ég hafi bara aldrei meitt mig neitt alvarlega.. Brunasárið mitt var samt helvíti vont, og þegar ég var lítil að hlaupa og datt á eitthvað oddhvasst dæmi og ég er ennþá með huge ör á hnénu. Annars er ég heppin :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..