Var að pæla, ef að við ákveðum að borga ekki icesave og bretar myndu ekkert sætta sig við það og ákveða bara að fara í stríð við okkur, væri hægt að gera eitthvað við því? Segjum að þeir myndu bara allt í einu droppa sprengju á rvk, ekki geta Íslendingar gert neitt, og þyrftu aðrar þjóðir ekki að hafa einhverja ástæðu til að hjálpa okkur. Og þótt að sameinuðu þjóðirnar myndu ætla að gera eitthvað væri ekki bara nóg fyrir Breta að segja nei? og þýðir nato nokkuð eitthvað af því bretar eru í því líka?
Allavegana, gætu þeir bara neytt okkur svona til að borga þetta?
Bætt við 6. janúar 2010 - 19:54
eða gleymdi norðurlöndunum. Hvað myndu þau gera?