er frekar ósammála þér varðandi þetta málefni.. ákvað að benda þér á nokkra punkta eins og ég sé úr þessu.
Sem dæmi, hverjir voru á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
varðandi fjölmiðlafrumvarpið?
sjálfstæðismenn bjuggu til þetta frumvarp, auðvitað vildu þeir fá þetta í gegn..
ef að þú heldur að þeir séu mestu hræsnararnir í þessu ætla ég að vitna í Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar sem þeir settu fram fyrir kostningar núna í vor þar sem stóð að samfylkingin vildi að milliliðalaust lýðræði verði aukið verulega á kostnað fulltrúalýðræðisins.
Tiltekinn hlutfallsfjöldi þjóðarinnar getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Minnihluti þingmanna, t.d. 30 % þingmanna, getur kallað eftir þjóðaratkvæði um samþykkt lög áður en forseti hefur staðfest þau.
http://www.samfylkingin.is/LinkClick.aspx?fileticket=IkuXVnrFaes%3d&tabid=166 bls.3
Svo til hvers í ósköpunum að draga það, og safna frekari vöxtum og skuld?
í samningnum stendur að við byrjum afborganir árið 2016 og hun safnar vöxtum þangað til, sama þótt við skrifum undir samning núna eða árið 2015.. til að vera nákvæmur 70.000kr á mínútu..
til hvers að draga það?
það vill enginn draga það, fólk sem skrifaði undir þennan lista InDefence (að minnsta kosti ég) vilja sá inní þessum samningum að við eigum möguleika á að hætta afborgunum ef það sannast að okkur beri ekki lagaleg skylda.
Ég vill sjá inní þessum samning að auðlindir okkar séu varðar, það er að bretar og hollendingar geti ekki tekið fiskimiðin okkar, heita vatnið og annað ef skuldirnar verða okkur um megn og við getum ekki borgað af þeim.
Afhverju ættum við líka að borga 5,5% vexti þegar að í esb (þar með talið bretlandi) eru meðalvextir útlána undir 2%.
Það sem ég er að segja basicly er að við erum byrjuð að safna vöxtunum, við byrjum að borga af lánunum 2016, bæði ags og utanríkisráðherra noregs hafa gefið það í skyn að þó forsetinn hafi beint málinu til þjóðaratkvæðis hafi það engin áhrif á lánin frá þeim, á meðan samningurinn sem var samþykktur af alþingi í ágúst sé enn við gildi (þar sem var kveðið á um að ísland myndi borga þessa skuld).
Mér finnst að við ættum að nota hverja einustu mínútu sem við höfum til að ná sem hagstæðustum samningum.
Tony Blair verður mjög líklega ekki forsætisráðherra bretlands eftir nokkur ár.. kannski náum við betri samningum við eftirmann hans?
Það er hellingur af möguleikum enn í stöðunni, mér finnst bara ef að málið verði fellt í þjóðaratkvæðisgreiðslu á að taka þetta mál af alþingi og setja það í hendur nefndar sem verður skipuð af fagmönnum til að fara yfir þetta mál (og þá er ég ekki að tala um svavar gestsson) á meðan getur alþingi klárað frá “skjadborgina” frægu sem hefur fallið hratt og örugglega niður forgangsröðunina og fleyri mál.
Óskandi væri ef íslenska þjóðin myndi boosta upp jákvæðnina í þessu blessaða samfélagi.
en annars eins og þú hef ég óbeit á stórum hluta valdamanna á íslandi. Finnst samt kjánalegt að blanda lögreglunni inní þetta mál.