Ég er ekki trúaður, skráði mig úr þjóðkirkjuni fyrir rúmum 2 árum.
Er mitt attitude gagnvart Kristnu fólki sorglegt? Er eitthvað að því að mótmæla að maður hafi verið skírður? Helgi Hóseasson mótmælti þessu meirihlutann af ævi sinni og fékk ekkert nema skít í andlitið.
Mér finnst þetta viðhorf þitt gagnvart kristnum virkilega sorglegt, og að mótmæla skírn sinni er dáldið seint í rassinn gripið, frekar að taka það mál upp við fólkið sem ákvað að láta skíra þig heldur en fólkið sem varð við þeirri ósk. En mér fannst þú tala eins og kristið fólk væri out to get you með sínum skiltum og boðskap, sem er rugl, ignoreaðu skiltin og segðu fólkinu að fara, problem solved, annars giska á ég að vottar séu ekki bankandi uppá hjá þér daglega.
Já, það er verið að neyða þessu uppá mig. Hvernig geturðu ekki fengið annað út úr því? Ég einfaldlega kæri mig ekki um þetta. Kristin trú byggjast á siðleysi og heilaþvætti, þótt fólk haldi annað, þá er þetta í raun boðskapur trúarinnar. Ray Comfort, einn mesti fáviti bókstafstrúamanna í Bandaríkjunum gaf út “Origin of Species” eftir Charles Darwin (eina mikilvægustu bók okkar tíma) með 50 blaðsíðna inngangi skrifað af honum, gjörsamlega að drulla yfir þróunarkenningua. Slíkt á ekki að líða.
Hverjum er ekki skítsama þótt einhver bókstafstrúarkjáni og kroti eitthvað fyrir framan þróunarkenninguna? Ekkert sem þú getur gert í því annað en að vorkenna aumingja liðinu sem tekur þann mann alvarlega. Og mér finnst þú vera í sama hópi og lið eins og Ray Comfort, sem getur ekki annað en að böggast yfir því hvað einhver annar heldur, ætli hann haldi ekki að þróunarkenninguni sé neitt uppá sig, með propaganda stöðvar eins og animal planet að ausa uppúr sig þróunarkenningarbulli, og að það sé kennt í skólum hvorki meira né minna? ;)
Oh já yndislegt, það er svo frábært að trúa einhverju án sannana og sem stangast algjörlega á við raunveruleikann. Hvernig læt ég?
Þú getur setið heima hjá þér og trúað því sem þú vilt. Að sjálfsögðu. Ég er ekki að segja að þú megir ekki eiga von um eftirlíf fyrir deyjandi ömmu þína. En það er engin góð ástæða til að trúa því. Þér getur liðið vel með að trúa á Guð, að sjálfsögðu, en þér getur líka liði vel við að taka inn heróín. Raunveruleikinn er það sem skiptir mestu máli.
Þessu fólki finnst það mjög yndislegt og vissulega frábært, og það stangast ekkert á við hvernig þau upplifa raunveruleikann, Guð er þeirra raunveruleiki, og raunveruleikinn er það skiptir mestu máli ekki satt?
Ég get samt sagt að ég vil ekki borga kirkjuni pening, kirkjan gerir ekkert fyrir mig, ef fólk vill iðka sína trú skal það gera það á sinn eigin pening, einnig finnst mér fáránlegt að það sé ekki löngu búið að skilja að kirkju og ríki, en að ásaka þau um heilaþvott og siðleysi. Og að þau séu að neyða sinni trú á fólk fulllangt gengið, þetta fólk hefur fullan rétt á vera með sín skilti og sína trúboða og halda að einhver kall uppí himninum reddi málunum, ef þér líkar það ekki þá er bara lítið annað sem þú getur gert en að hundsa það bara.
Og eins og einhver sagði að ofan, þá er búið að afsanna meiri partinn af því sem einhverjir karlar útí bæ skrifuðu og kölluðu orð guðs, en það er ekki búið að afsanna hann sjálfann.