Af hverju ættum við að taka fólk af lífi sem drepur dýr? Ef við eigum að færa okkar lagaramma yfir á dýraríkið þá ættum við einnig að handtaka ljón fyrir að veiða antílópur.
Ekki endilega. Við refsum geðveikum og ungum börnum ekki alltaf á sama hátt og við refsum “venjulegu” fólki. Það þýðir ekki að refsingar á brotum gegn þessum hópum séu mildari. Auk þess nær lagarammi okkar nú þegar yfir brot á dýrum.
En þegar eðli glæpsins er skoðað sé ég í raun ekkert að því að stúta bara manneskjunni sem gerði það. Hvers vegna ekki að taka bara nauðgara, morðingja og barnaníðinga af lífi? Við töpum engu á því og það væri mögulega betra fyrir heildina.
Finnst þér að þeir sem að “breyta rangt” eigi engin réttindi? Ef að það er betra fyrir heildina burtséð frá morðingjanum, en ekki ef að hann er tekinn með í heildina, á þá að taka hann af lífi?
Auk þess þá töpum við víst á því í mörgum tilfellum. Þó að morðingi skili samfélaginu (oftast, t.d. gæti gafst þú þér að það væri gott að myrða morðingja) tapi með morði sínu, þá þýðir það ekki að einu gjörðir hans séu morð.
Hann gæti til dæmis verið læknir.
Með sömu rökum er hægt að segja “af hverju drepum við ekki manneskjur handahófskennt, við töpum engu á því og það væri mögulega gott fyrir heildina”.
Ef að það á að taka morðingja af lífi, á að taka morðingja morðingja af lífi? Hvers vegna/hvers vegna ekki?
En málið er að það væri ekki gáfulegt einmitt vegna þess sem hann tekur fram í viðbótinni… hvenær getum við verið viss.
Ef að sönnunargögnin gefa okkur 99% vissu á að viðkomandi sé sekur, þá þarf það að drepa hann ósekann að vera 100x verra en það sem er gott við að drepa þann seka. Ef það er eitthvað gott við að drepa þann seka, þá hlýtur einhver % vissa að vera nógu há.