Þetta er svo kjánalega gert. Þetta er meira svona, hey já þetta gerðist og heeey ég veit hverju er verið að herma eftir, heldur en eitthvað sem á að vera fyndið. En auðvitað átti þetta að vera fyndið en kom svo kjánalega út.
Það voru alveg nokkrir góðir punktar eins og þetta með stoðmjólkina.
Og skaupið fær líka fólk meira til að hugsa, “já, þetta er alveg satt” og “Já, þetta var nákvæmlega svona.” heldur enn eitthvað fyndið.
Besti leikarinn var án efa Páll Óskar.
Lögin voru mjög kjánaleg. Og Smooth Criminal parody-ið var algerleg móðgun við Michael Jackson.
Og afhverju fá þeir enga betri leikara til þess að vera í þessu heldur enn einhverja útbrenda gaura. Hvar voru Jón Gnarr, Pétur Jóhann, Sveppi, Jói og Gói og fleiri?
Ég bjóst nú samt ekki við neinu betra en þessu.
Bætt við 1. janúar 2010 - 22:44
Þó Jón Gnarr og Pétur séu á gráu svæði en þeir hefðu allavega bætt þetta mikið.
“All work and no play makes Jack a dull boy.”