Maður þarf nú yfirleitt að skilja atriðin til þess að geta haft húmor fyrir þeim… En þetta var nú heldur mikið um pólitík og Icesafe fyrir minn smekk.
Fyndnast fanst mér með starfsfólkið í verslununum. Þetta er svo satt. Það er svo mikið af krökkum, sem koma alveg af fjöllum þegar spurt er um eitthvað sem þau nota kannski ekki dagsdaglega. Svo þegar leitað var til yfirmanns, kom þar stelpa, sennilega ekki fermd, þetta er alveg lýsandi ástand í verslunum, þar sem fólk yfir t.d. 16 er ekki velkomið til starfa, vegna þess að það þarf að borga þeim meira kaup, en hinum yngri.
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann