Í dag vaknaði ég og er búinn að vera óheppinn síðan þá. Vaknaði í gestaherberginu sem er uppá fjórðu hæð og fór niðrí eldhús á annarri hæðinni.

Mamma og pabbi voru farinn eitthvað út því Benzinn var ekki í innkeyrslunni og þar af leiðandi. Húshjálpin okkar þurfti að stíga á tærnar á mér og núna eru þær stokkbólgnar.

Ég hringdi í pabba en þá var inneignin mín búinn, seriously hvernig fór ég að því að eyða 5þúsund kalli í inneign frá því í gær? Fór bara og kveikti á LCD sjónvarpinu mínu og ákvað að horfa á eitthverja kapalstöðina sem við erum áskrifendur að, ekkert gott í sjónvarpinu.

Mamma og pabbi koma svo heim og ég bið þau um 5þúsund kall fyrir eitthverju að éta, þá fara þau eitthvað að væla um að vera ekki með 5þúsund kall í seðlum og þurfa að
leggja það inná mig og ég þoli sko ekki að borga með korti því þá er geðveikt obvious að foreldrar mínir séu að leggja inná það.
Fór svo niðrá Café Paris og ætlaði eitthvað að nota Mcbookina mína þar og þá var hún eitthvað biluð.

Svo týndi ég bíllyklunum mínum að bimmanum sem er ekkert lítið pirrandi.

fuck hvað ég þoli ekki lífið.

Bætt við 23. desember 2009 - 17:23
"Mamma og pabbi voru farinn eitthvað út því Benzinn var ekki í innkeyrslunni og þar af leiðandi fékk ég ekki pening strax*

átti að standa.