Allir pólutíkusar eru fífl.
Þetta finnst mér kjánaleg setning (og þar að auki klisja). Allavega ef þú meinar hana eins og mig grunar.
Allir stjórnmálamenn eru ekki bara fólk sem kunna að stjórna, heldur fólk sem er reiðubúið að taka þátt í þeim ömurlega leik sem heitir pólitík. Stjórnmál og pólitík eru í mínum huga tvö afmörkuð en samtengd hugtök.
Það eru alltaf einhverjar reglur og viðmið til að spila með og kúnstir til að nota sér, annars fær fólk engu ‘framgengt’. Það er það sem aðgreinir ‘stjórnmálamenn’ frá ‘okkur’, og þegar þeir reyna að líkjast meira ‘okkur’ er það enn önnur kúnst. Obama hefði aldrei unnið forsetakosningar í því ógeðfellda, nautheimska forarsvaði sem er bandarísk pólitík hefði hann komið til borðsins nákvæmlega eins og hann er. Ímyndaðu þér ef maðurinn hefði sagt ‘I am neither a muslim nor a christian, but an agnostic.. whatever’ - heldurðu að hann hefði unnið, þrátt fyrir að trú kemur náttúrulega stjórnunarhæfileikum ekkert við. Hvað þá ef hann hefði verið hommi.
Allir spila leikinn, annars getur maður ekkert unnið hann. Þetta er eins og að kalla John Lennon hræsnara, því hann söng um frið og bræðralag og ást en sat samt sem áður í sinni milljón dollara vestrænu villu og lifði góða lífinu. Auðvitað er hann það, en það gerir skilaboðin ekki fölsk þótt maðurinn hafi verið það, enda hefðu þau aldrei komist til allrar heimsbyggðarinnar hefði hann verið einhver munkur út í Indlandi.
My point being, stjórnmálamenn spila leikinn, enda er hann þarna fyrir og þeir gætu ekki breytt honum né neinu öðru ef þau spila ekki með - og því er tilgangslaust að hata þau fyrir það. Og fyrir utan það er þetta yfirleitt mjög fínt fólk, nákvæmlega eins og ég og þú. Ég get fullyrt það.