Ok, ég var semsagt á henni í gær og ég verð að segja að ég skilengan veginn allan þennan æsing.
Ég skemmti mér konunglega á þessari mynd, því hún var stór skemmtileg ævintýramynd, en langt frá því að vera eitthvað meistara verk.
Söguþráðurinn var bara þessi venjulega uppskrift sem klikkar aldrei, karakterarnir þessir gömlu góðu sem við þekkjum úr svo mörgum öðrum myndum og svo framvegis.
Ég meina, þessi mynd á að hafa tekið 10 ár í vinnslu, ég veit um betri myndir sem hafa tekið 7 vikur í vinnslu.
Þegar ég ræddi þetta við einn félaga minn fór hann beint út í að babla um graffíkina og tæknina og slíkt.
Er ég virkilega sá eini sem vill bara sjá góðar og vel gerðar myndir þegar hann fer í bíó, ekki rosalega tæknisýningu eða flugelda show.
Ef tæknin á að fara að gera myndir góðar þá verður Spy Kids 3 að teljast sem “ground breaking” meistaraverk á sýnum tíma.
Jæja, þá er ég hættur að röfla, ég enda á því að segja enn og aftur að þetta var rosalega skemmtileg mynd, en ég held að öll þessi ofsadýrkun geti eyðilagt hana.
Nýju undirskriftar reglurnar sökka