Farðu bara niður á höfn þegar einhverjir smábátakarlar eru að landa og reyndu að díla við þá. Bjóddu þeim bara eitthvað gott verð. Getur athugað hvað þeir fá fyrir fiskinn á markaði og lagt svo eitthvað sanngjarnt ofan á það (þeir eru oft að fá samningsverð sem er hærra), verðið yrði samt í öllum tilfellum lkangt fyrir neðan það sem þú kynnist í fiskbúðunum. Ef þeir þekkja þig eða kunna vel við þig er ekki ólíklegt að þeir gefi þér bara smá í soðið. Ég vil samt benda á að hægt er að fá heilan fiski í öllum fiskbúðum og er hann yfirleitt eins og ferskur og hægt er að hugsa sér, veiddur fyrr um daginn, settur á ís og beint upp í fiskbúð.