Ég var að spá hvort að einhverjir fleiri en ég ættu í svolítlum vandræðum með skilaboðaskjóðuna.
Ef maður sendir inn t.d. grein eða eitthvað slíkt þá fæ ég aldrei lengur svona skilaboð grein þín hefur verið samþykkt .. nú eða ekki samþykkt.
Svo er ég líka hætt að fá skilaboð grein eða greinarsvari þínu hefur verið svarað, sem mér finnst skrýtið sérstaklega ef bara 1 hefur svarað grein sem maður hefur verið að skrifa - því þá hefur viðkomandi ýtt á “gefðu álit þitt á þessari grein” - og þá ætti ég að fá skilaboð ekki satt ?
Er kannski bara hætt að hafa þessi skilaboð ? Ef svo er væri nú allaveganna gott að fá skilaboð um hvort dótið sem maður sendi inn sé samþykkt eða ekki.
Nú veit ég ekki heldur hvort það breyti einhverju ef maður er admin, að þá fái maður ekki þessi skilaboð. Því ég fékk alltaf þessi skilaboð áður en ég varð admin.
Vonandi getur einhver frætt mig hérna !

Kv. Alfons <br><br>-Song of carrot game-
Digging carrots, muddy & muddy
Washing them, cut & cut
The soup boiling well, hot & hot
We all favorite carrot game.

(Engrish)
-Song of carrot game-