Barn.is og abc.net fréttasíða?
Þessi könnun sem þú vitnar í þar sem að ABC talar um, var gerð þannig að fullorðnir karlmenn voru látnir taka könnun örfáum mínútum eftir að hafa spilað skottölvuleiki. Hver er ekki aðeins “pumped up” eftir það, ef þú myndir láta sömu könnun falla á menn sem eru nýbúnir í klukkutíma æfingu í ræktinni myndiru fá svipaða, ef ekki enn meiri aukningu í “violence tendencies”. Sem og krakkar, sem að herma eftir karatehetjum í kvikmyndum…
Allavega, skal henda fleiri greinum í þig, sem tengjast þessu málefni:
Hér tók sálfræðingurinn Jonathan Freedman mörg hundruð rannsóknir saman sem allar könnuðu þennan sama hlut og sagði að gríðarstór og yfirgnæfandi hluti þessara rannsókna gátu ekki sýnt fram á nein tengsl.
http://www.computing.co.uk/vnunet/news/2184836/link-video-games-violent-teensHér tók Bandaríska leyniþjónustan saman skýrslu sem sýnir fram á það að aðeins 12% þeirra sem frömdu skotárásir í skólum elskuðu ofbeldisfulla tölvuleiki, en 24% þeirra lásu ofbeldisfullar bækur og 27% elskuðu ofbeldisfullar kvikmyndir.
http://www.ed.gov/admins/lead/safety/preventingattacksreport.pdfÁströlsk könnun framkvæmd af Swineburg háskólanum rannsakaði hegðun barna eftir 20 mínútna Quake spilun, einungis börn sem að höfðu áður verið gerð móttækileg fyrir ofbeldi brugðust við á einhvern hátt.
http://www.wired.com/gamelife/2007/04/study_kids_unaf/Einnig er mjög gaman að nefna að ofbeldisglæpum í Bandaríkjunum sem og annarsstaðar hefur snar-lækkað seinustu tæp 20 ár! Bæði hjá ungu fólki sem og fullorðum, þrátt fyrir að tölvuleikir eru orðnir margfalt ógeðslegri, nákvæmari og ofbeldisfyllri - auk þess hefur sala á svona tölvuleikjum stóraukist.
Hér hinsvegar er góð grein um það sem að hefur greinilega haft mikil áhrif á þig.
http://en.wikipedia.org/wiki/Media_influenceFjölmiðlar
elska að gefa út “Börnin ykkar eru að fara til helvítis” fréttir, því þær seljast. Því miður eru þeir að apa eftir
mönnum sem eru sí og æ gagnrýndir fyrir það að ýkja niðurstöður sem styðja þeirra málstað, líta framhjá öðrum niðurstöðum sem og að nota meira að segja óheiðarlegar, óáreiðanlegar aðferðir til þess að mæla árásarhneigð.
Hérna, kjammsaðu á þessu líka:
http://www.sciencedaily.com/releases/2008/05/080514213432.htm