Það er ekki ólöglegt að taka við eða drekka áfengi undir 20 ára aldri.

Brotið er framið af þeim sem afhenda áfengið og lögreglan á að gera áfengi upptækt sé manneskjan sem er með áfengi undir 20 ára aldri.

Það skiptir engu máli hvort þú sért 17 eða 18 ára, lögreglan á að taka af þér áfengið. Munurinn á tilvikum þess sem er 18 ára eða undir lögaldri er sá að málið fer í gegnum foreldra þess sem er ekki orðin 18.

28.gr.

Einnig skal gera upptækt:
a. áfengi sem ólöglega er flutt til landsins,
b. áfengi sem borið er ólöglega inn á veitingastað eða út af honum,
c. áfengi sem ungmenni yngri en 20 ára hafa undir höndum,
d. áfengi í vörslu þeirra sem brotlegir gerast skv. 21. gr

18. gr. Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.

Mæli með því að skoða 6. kafla vel.

Heimild: Alþingi.is

Ef þið ætlið að koma með rök á móti þessu vitnið þá í lögin ekki segja “afþví að það stendur að það megi ekki afhenda yngri en 20 ára mega þau ekki drekka það”, það stendur einfaldlega ekki í lögunum að sá sem tekur við áfenginu eða drekka það sé að fremja brot.