Sælir hugarar.
Ég keypti mér lottómiða um daginn. Það sem gerði þennan lottómiða öðruvísi og ótrúlega magnaðan var það að ég vann 2000kr. :D Ég fylgdist hvorki með þeim tölum sem urðu fyrir valinu þetta sérstaka laugardagskvöld né hafði ég nokkra hugmynd um hvaða tölur voru á mínum miða. Ég einfaldlega keypti miða, geymdi hann í veskinu og fór svo með hann út í sjoppu þar sem einhver ókunningi renndi honum í gegnum vél og opinberaði fyrir mér að ég hafði unnið 2000kr. Það fékk mig svolítið til þess að hugsa.
Nú veit ég ekki hvernig þetta gengur fyrir sig en er þessu afgreiðslufólki treystandi? Segjum sem svo að ég hafði verið með vinningsmiða í hendinni án þess að hafa hugmynd um það og afgreiðslumaðurinn ákvað bara að ekki segja mér það og hirða vinninginn sjálfur? Rétta mér bara 2000 kall og fara svo beinustu leið í að hefja betra líf?
Hafiði einhverja hugmynd um hvort þetta sé í raun mögulegt? Það hlýtur að vera eitthvað sem kemur í veg fyrir að þetta sé hægt…bara spá…