Morð:
Án misþyrmingar: Þú deyrð, og ef við treystum vísindunum; Öll vitund hverfur, þú finnur ekki til og þú getur ekkert hugsað um þetta meir.
Fjölskyldan þín verður hinsvegar gríðarlega sorgmædd, og finnur til í langan tíma.
Með misþyrmingu: Þú kvelst, grætur, líður hörmulega og svo deyrðu, hægt eða hratt.
Etir það -Sjá án misþyrmingar.
Fjölskyldan þín verður sorgmædd eins og án misþyrmingar, en fyllist þar að auki reiði, ógeði og vorkunsemi. Hrottafengnar minningar af limlestum líkama þínum ásækja hana.
Nauðgun:
Eitt skipti: Þér líður virkilega illa. Alskonar tilfinningar eru í gangi, ásakanir, hræðsla, viðbjóður, paranoia. Þú getur reynt að lifa með þessu, gera einhvað í þessu eða endað þetta.
Fjölskyldan veit kannski ekkert að þessu, mun aldrei gera það og skilja ekkert afhverju þú virkar svona niðurdregin.
Eða þau geta vitað það, vorkennt þér, hatað nauðgarann og reynt að vinna úr þessu með þér.
Mörg skipti yfir langan tíma: Þú gætir kennt þér um, þú veist ekki hvort þetta sé rétt eða rangt. Þú gætir verið fangi, þar sem þér er misþyrmt og nauðgað á hrottafenginn hátt. Þar sem þetta er ekki morð, þá gefum við okkur að þú sleppir/finnist.
Þér líður illa, og fjölskyldan þín vorkennir þér. Þú munt líklegast eiga við svaðarleg vandamál í sambandi við traust og vináttu.
Ef þú sleppir, en segir engum, geta kvalirnar jafnvel verið enn meiri. Segjum sem svo að karlmanni sé rænt, hann uppdópaður og bundinn niður, og svo nauðgað oft og mörgu sinnum, af körlum eða konum. Hann sleppur, en getur engum sagt því hann skammast sín. Staðinn fer hann í gegnum lífið með þessar minningar í kollinum.
Niðurstaða?
Tilfinningalega er nauðgun verri kosturinn fyrir þig.
En með morði hættirðu einnig að vera til, þannig að ef þú vilt lifa, þá er morð verri kosturinn.
Fyrir aðstandandi er morð verri kosturinn. Þeir þurfa ekki að fara í gegnum nauguninna og munu kannski aldrei vita af henni.
Og best er að taka fram, þetta er mín skoðun, og þar af leiðandi er hún hvorki rétt né röng.