Þessi spurning er ef ég skil hana rétt á þessa leið: Ef þú ert dæmdur í skilorðsbundna refsingu fyrir líkamsárás, máttu þá verja þig, ef manneskjan sem þú varst dæmdur fyrir að ráðast á ræðst á þig?
Já, þegar um er að ræða nýja árás, sem þú ert ekki stofnandi að mátt þú verja þig. Það er svo kölluð neyðarvörn, en hún má alls ekki vera meiri, eða alvarlegri en sú árás sem verið er að verjast. Ef verið er að berja þig mið kylfu mátt þú ekki taka eggvopn til að verja þig með, því þá ert þú farinn að beita alvarlegri viðbrögðum.
Svo er annað mál, það er sönnun í slíku máli. Líklegt er að erfitt verði að sanna það að þú hafir verið að beita neyðarvörn gegn árás/yfirvofandi árás. Þannig að ég myndi ekki ráðleggja þeim sem er á skilorði að standa í því að verja sig, því það gæti mjög líklega kostað hann það að vera settur inn. Sjá t.d. konuna sem var á skilorði og stal kjöti í matvöruverslun og var sett inn fyrir það.