Já, ég skil…er bara ósammála þér :) -Ég skil samt allveg hugsunina það að “þora að banka uppá hjá dauðanum áður en hann bankar upp á hjá manni sjálfum” en hinsvegar finnst mér mikið flottara að taka frekar vel á móti honum þegar hann bankar uppá hjá þér. Og þá er ég að sjálfsögðu, eins og þú, að tala um þegar manni finnst eins og maður hafi afrekað eitthvað yfir lífsleiðina, sé hamingjusamur og ánægður með tíman sem maður hafði hér.
Það er náttúrulega snilld að geta tekið vel á móti dauðanum, en spurningin er, hve margir geta það?! Kannski segja margir það en svo á andartakinu sem það er að deyja finnur það fyrir hræðslunni, reyndar er kannski tilfinningin sem maður finnur þegar maður er að deyja bara eitthvað ólýsanlegt.
En þegar ég tala um þetta suicide dæmi, til að ég myndi einhverntíman hugsa mér að gera það þyrfti ég að vera orðinn mjög gamall, og nánast bara ónýtur úr elli og vita að það sé að fara að koma að mér bráðum(max 1 ár), ef ég væri í semi hvöl á að lifa þá myndi ég íhuga þetta ef ég hef átt mjög gott líf.
Myndi einhvernmeginn vilja taka eitthvað inn svo ég sofna kannski eftir 10 mínútur og svo eitthvað sem drepur mig eftir klukkutíma. Svo ég endi lífið á fallegum draum, eða góðum blund. :)
Jább, ég er á móti öllum fíkniefnum :P En samt gott að þú talir um þetta…alltaf gott að létta á sér :) Mæli samt sterklega með að þú hættir þessu rugli…kvíðaköstin geta m.a. vel verið afleiðingar þess. Nenni samt ekki að fara að rífast við þig eða neitt.
Ég er alveg semi byrjaður að reykja það græna aftur því ég er hættur að fá þessi breakdown frá hugsunum, þetta kemur í bylgjum en er ekki búið að gerast í kannski eina og hálfa viku núna.
Samt þegar ég tala um að ég sé byrjaður að reykja gras aftur þá er ég að meina að ég myndi reykja gras ef ég ætti actually gott tækifæri á því, það er ekki sjéns að ég sé að fara að eyða foookkinn 5000 kalli reglulega fyrir eitt gramm af grasi.
Þetta er bara rán og okur verðið á Íslandi.
Kíki samt reglulega á pot-smokin' félaga mína og fæ að kaupa einn ‘skammt’ á 500 kr eða 1000 kr eða eitthvað.
En held að kvíðaköst séu ekki beint afleiðingar bara á því að vera “high” því að ég þarf líka að vera að hugsa um dauðann svo þetta gerist.
Ég hef rekist á fólk sem fær kvíðaköst á að hugsa um dauðann án þess að reykja gras, veit að kvíðaköstin koma út af hugsunum og ég hugsa öðruvísi þegar ég er smettaður.(High)
Ég er líka virkilega búinn að leggja mig í það að geta forðast þessi breakdown með því að ‘flýja’ raunveruleikann á að vera active í að hanga með fólki, spila tölvuleiki, horfa á myndi og þætti.
Dauðinn hræðir mig einmitt ekki mikið, ég verð ekki hrædd um tilhugsunina við dauðan. En hinsvegar hræðir það mig (meira en allt annað) tilhugsunin um að aðrir deyji frá mér. T.d. mamma mín…og margir fleiri.
Ég myndi samt reyna að vera ekkert að hugsa um það…ég reyni að gera það ekki heldur. Þú getur ekkert hugsað um það hvað þú ættir að gera/segja því þetta er eitthvað sem við getum ekki stjórnað. Ég hef horft á manneskju deyja, sem var mér ótrúlega kær. Það var eitt af erfiðasta sem ég hef upplifað…en eftir á þá hugsa ég að það, að ég var viðstödd hafi gert þetta “auðveldara” en ef ég hefði ekki verið viðstödd. Ég fékk allavegana að kveðja…
Ég kannast líka mjög mikið við þetta á að finnast erfiðara að sjá aðra fara en sætta sig við að maður fari sjálfur. Vonandi hugsa aðrir svona líka því ég væri mikið ánægðari ef fólkið sem ég þekki sem fellur frá hafi semi verið sama að það sé að deyja, mér er semi sama samt alveg svoldið hræddur og er þetta allt skrýtið.
Það hefur ein náskyld manneskja dáið í mínu lífi sem ég þekkti eitthvað af viti, Amma mín, það var þegar ég var 14 ára en ótrúlegt en satt þegar hún dó þá leið mér ekki illa né grét. Ég kvaddi hana ekki, hún var bráðkvödd, hún var í dái og dó upp á spítala eftir að hafa krupið niður heima hjá sér.
Samt hefur þetta aldrei eitthvað hrjáð mig mikið, kannski svolítið en ekki neitt eiginlega. En samt hafði ég haldið að þegar manneskja eins og Amma mín deyr þá myndi mér líða hræðilega.
Alveg eins og með að 16 ára systir mín varð ólétt, þá breytist náttúrulega lífið og mér finnst breytingar alveg mjög scary, var að búast við að hún myndi kannski vera 30 ára þegar hún eignast barn. Þetta var ‘slysabarn’.
En as I write(!!!) er hún að eignast barn, gaman að því. Eða er upp á spítala og svona og með samdráttaverki og allt að gerast en það kemur líklegast seint í kvöld eða nótt, það á eftir að taka hana marga klukkutíma að eiga og ég er alveg rólegur og mér líður bara venjulega en samt hef ég átt alveg ótrúlega erfiða og óþægilega tíma að hugsa út í það að hún sé að verða móðir svona ung.
Ég vona að í komandi framtíð taki ég jafn vel ‘stærstu’ augnablikum lífs míns þegar þau koma eins og ég hef gert í þessi tvö skipti.
En samt ég man fyrir svona 5 dögum þá var mig að dreyma og þá var systir mín dáin í draumnum, hún dó ekki í draumnum né eitthvað svoleiðis hún hafi bara verið dáinn um eitthvað skeið og var það bara venjulegt líf fyrir mér að vita það að systir mín sé dáin.
Var semsagt að hugsa um það í draumnum, “Vá systir mín er dáin” en það var ekki bara eitthvað sem ég gat gert í því og það var bara óumflýjanlegur raunveruleikiog út af því fann ég ekki fyrir þessari vanlíða sem ég hélt að manni myndi líða, mér leið einhvernmeginn öðruvísi, eithvað annað en að líða vel eða illa, veit ekki.
En þegar ég vaknaði samt og man eftir þessum draumi þá var það bara þægilegast í heimi, að halda að systir sín sé dáin og svo er hún al-heilbrigð. :)
Hef líka lent í því að upplifa það að fara að deyja í draumi, en það var kannski ekki alveg eðlilegur dauðdagi en þetta var rugluð upplifun, ég man hvernig mér leið og það var klikkað, adrenalínið og svona.
Var í strætó eða rútu af einhverji ástæðu að keyra upp eitthvað fjall eða eitthvað og rútan keyrði út af og féll niður tugi metra eða hundrað metra, nóg til að drepa alla í klessu í rútunni og á því momenti hugsaði ég bara 'Vá ég er að fara að deyja núna og það er bara ekkert sem ég get gert“, og adrenalínið og tilfinningin var alveg ótrúlega fucked up. Gott ”kick" samt. Held ég hafi svo vaknað þegar rútan lenti á jörðinni.
Málið með drauma að maður platar heilann að þetta sé ACTUALLY raunveruleikinn og þetta sé að gerast í alvörunni þannig að maður upplifir hluti eins og maður myndi upplifa þá í alvörunni sem er alveg mjög sérstakt.
Við lítum líka á dauðan mismunandi augum eftir því hvað við trúum að gerist eftir dauðan. Ég trúi því t.d. að það sé líf eftir dauðan…að við förum á einhvern stað. Hvort sem hann sé kallaður “himnaríki” eða hvað. Ég get í raun ekki lifað við annað. Sú tilhugsun að ég muni aldrei aftur hitta þá sem ég hef misst..ég get ekki lifað við það. Svo ég trúi því að ég muni hitta þau þegar ég sjálf dey. En svo eru aðrir sem trúa því að ekkert gerist þegar við deyjum…við bara deyjum endilega og hverfum að eilífu. Svo það er mismunandi hvernig fólk lítur á dauðan…
Held að það sé málið með flesta og finnst mér það svo leiðinlegt að geta ekki lifað við að eiga ekki trú sem er alveg mjög vont, þar sem hún er… ehm… í mínum augum þvættingur. Held að það sé ekkert nema óhollt að lifa við eitthvað sem er ekki satt sama hversu þæginlegt og gott það er ef í botninn er komið og þá er það bara lygi sem gerist ekki í alvöru.
En það er samt satt hjá þér, það er voða erfitt stundum að vera vantrúaður… Ekki á þann hátt að það sé ekki erfitt að trúa á að það sé ekkert eftir dauðann, heldur getur það verið erfiðir tímar fyrir mann að hugsa út í dauðann.
Samt ég held að yfirhöfuð höndlar vantrúað fólk dauðann rétt eins og trúað fólk, en ef trúaða fólkið væri vantrúað þá myndi það ekki höndla dauðann.
Þú skilur samt örugglega þá svolítið hvernig mér líður á að halda að það sé ekki neitt að eilífu eftir dauðann fyrst þú myndir ekki höndla að trúa á það.
Sama hversu sterkt ég myndi vilja trúa á eftirlíf þá er það bara eitthvað sem ég ræð ekki um, ég er það sem ég hugsa og ég get ekki breytt því sama hversu mikið ég vildi að ég gæti það. Hugurinn minn er viss um að það sé ekkert eftirlíf.
En já móðir mín er kristin trúuð og litla systir mín líka og finnst mér það mjög eðlilegt og alveg ágætlega heilbrigt svo sem, og var ég trúaður þangað til ég var svona 15 ára þá var ég svona að efast og bara byrjaður að smá að hugsa út í þetta, en þá hugsaði ég okei kannski er Guð til en kannski ekki. Það má segja að Vísindin hafi drepið trúna algjörlega fyrir mér, þetta gerðist eftir að ég byrjaði að horfa mikið á vísindaþætti og fræðast um vísindi.
Svo færðist þetta úr því í að ég missti alveg trúna svona 16 og hálfs árs þá fór ég að trúa á að það séu 99,999..% á móti 0,001…% líkur á að eitthvað yfirnáttúrulegt sé til.
0,001…% kemur vegna þess að það er ekki hægt að afsanna tilvist Guðs sjónlega(virtually, physically, raunverulega). Það er samt alveg hægt svo sem með orðum en þú gætir aldrei afsannað það sjónlega.
Það er í raun ekki hægt að afsanna neitt sem enginn hefur fengið vísbendingar um hvort að sé rétt eða rangt upp á 100%, en það er hægt upp á 99.999…%
En já pældu í því að ég trúi að ég á eftir að hverfa að eilífu og allir í kringum mig, eilífur svefn, í rauninni skiptir engu máli þetta líf, bara eitt lífsskeið svo bara bæbæ að eilífu. Ekkert skiptir máli þegar maður er dáinn því það breytir engu. Fkn klikkaðar pælingar.
En já í einu svona ‘breakdowni’ þá fór ég að hugsa, okei; Eftir 100 ár þá verð ég ekki neitt og verð ekki neitt að eilífu og líka fjölskyldan mín og fann fyrir þessum rosa tómleika á því að hugsa að ég verð ekki neitt og þetta var alveg ógéðslega óhuggnanleg upplifun.
Og þú veist mér finnst það sorglegt samt alveg að sjá móðir mína vera trúaða, en samt vil ég ekki reyna taka trúna frá henni því ég vil ekki hræra í svona fólki sem lifir bara auðveldu lífi með trúna sína.
Ég var um tíma byrjaður að tala mikið við mömmu og segja henni frá mínum skoðunum um allt og ég vona að það fucki ekki upp trúnni hennar þótt að mér finnist leiðinlegt að sjá að hún haldi rangt um hvað bíður mín, hennar og allra sem henni þykir vænt um.
Vil ekki vera mikið að tala við hana um trúmál en þetta var kannski fyrir 8 mánuðum þá vildi ég voða eitthvað ‘facea’ hana með að Guð sé ekki til því þá var ég ekki sjálfur byrjaður að upplifa allt þetta neikvæða við vantrú, ég held jafnvel kannski að hún trúi eiginlega ekki á Guð innst inni en gabbar sjálfa sig því þetta er bara eitthvað sem hún á örugglega aldrei eftir að geta droppað, hún er kaþólks og ólst upp við trú og trú hefur haft mikla meiningu í líf hennar, finnst það alveg svolítið sorglegt ef hún verður trúuð allt sitt líf.
En veistu hvað? Einn daginn verður þú ekki neitt og ekki heldur neinn sem þú þekkir, þú verður farin að eilífu og ég líka og aðrir, ekkert mun skipta máli, allt svart í endalausan tíma.
Þótt þú trúir þessu örugglega ekki þá ætla ég samt að segja þetta því í mínum augum er ég viss um að þetta sé satt, og finnst mér gott að ég sé að segja þér sannleikann þó að þú trúir honum ekki. Sorry.
Og já gleymdi einu…
Ég trúi á að það sé til erfðafræðilegur lykill til þess að lifa aftur, semsagt það er til vísindalegt ‘leyndarmál’ að því hvernig maður getur lifað aftur og fáum við jafnvel kannski að sjá þessa stóru uppgötvun uppljóstrast á okkar lífstíma. En þá er ég auðvitað ekki að tala um eitthvað sem er óraunverulegt eins og að vera engill eða vofa eða eitthvað yfirnáttúrulegt, þá er ég að tala um að fá að lifa aftur í raunveruleikanum sem við lifum í.
En maður væri ekki viss um hvort maður myndi vilja gera þetta, því þá væri maður að breyta eðli náttúrunnar eins og hún er og að láta ‘Science beat the reality’, eins og með að klóna lífveru t.d.
Okei fyrst þú ert komin svona langt þá hefur þú greinilega lesið þetta allt, til hamingju með það. Sorry hvað þetta er _illa langt_ :)