Ég hef sjálfur lært mjög lítið um almennu afstæðiskenninguna, en ég get gert sæmilega góð skil á takmörkuðu afstæðiskennigunni.
Takmarkaða afstæðiskenningin á bara við um tvö kerfi á hraða v miðað við hvort annað, engin hröðun innifalin. Einnig getur enginn hlutur farið á ljóshraða eða hraðar og hraði ljóss er sá sami frá öllum athugendum.
Í grunnin segir að takmarkaða afstæðiskenningin að allt sé afstætt, ef ég mæli tímabil milli tveggja atburða sem x sek þá er ekki þar með sagt að einhver annar mæli sama tímabil jafnlangt. Eini hlutur sem tveir einstaklingar á hraða miðað við hvorn annan geta verið sammála um er á hve miklum hraða þeir eru miðað við hvorn annan (þe. hver afstæður hraði þeirra er).
Þrjú meginhugtök koma upp í þessu samhengi, tímaþensla, massaþensla og lengdarasamdráttur. Til að átta sig á því hvernig það allt virkar þarf jöfnur og í þeim kemur þátturinn gamma (g) oft fyrir, en g= 1/sqrt(1-(v/c)^2)
T0, L0 og M0 er stærðir sem kyrrstæður athugandi mælir, T, L og M eru stærðir sem athugandi á hraða v mælir.
Þá gildir:
T=T0 * g, M=M0 * g, L=L0 / g
Svo er allur andskotinn útleiddur frá þessu, mæli með EÐL213 ef þú vilt læra frekar um það, ég nenni ekki að skrifa meira.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“