Jæjja nú fer senn að líða að jólafríinu og ég vildi vita hvort þið hugararnir vissuð um einhverjar góðar jólamyndir, svona til að koma manni aðeins í gírinn.. ? hendið bara öllum jólamyndum sem þið vitið herna inna :)
oh ég sá þá mynd aldrei. man samt ég horfði á mynd í kringum einhver jól með bangsa og dúkku sem voru að leita að heimili. man ekki hvað sú mynd hét eða hvort það hafi verið jólamynd.
Myndir sem voru alltaf í sjónvarpinu á jólunum þegar maður var lítill…Gúlíver í Putalandi, Barbí og hnotubrjóturinn, Home Alone… :) Og svo Grinch oog Jólaævintýri Mikka!
allar þessari týpísku myndir sem allir hér eru búnir að nefna :)
annars elska ég mest í heimi að vakna á aðfangadags- og jólamorgun (og annan í jólum) og kveikja á sjónvarpinu og horfa bara allan daginn á jólamyndir:) og borða afganga af möndlugrautnum og skoða gjafir :$
Elf - Gremlins - Die hard 1 & 2 - Home Alone - Love actually - The Grinch - National lampoon's christmas vacation - I'll be home for christmas - Jack frost - Miracle on 34th street - The santa clause - Jingle all the way - Polar express
Svo finnst mér vera möst að horfa á Christmas carol hún er til í svo mörgum góðum útgáfum, Mickey's christmas carol, The muppet christmas carol eða útgáfan sem Kate Winslet talar inná eru allar æði!
Hvað heitir nú aftur myndin sem var alltaf sýnd á aðfangadag í denn, um einhvern stráksa sem er geðveikt dekraður og á svona vélmenni sem klæðir hann í fötin?
Ég er að vinna á aðfangadag frá 10-13, sem er ágætis stemming (á háum launum).
En annars vil ég segja að það eru ekki jól án þess að horfa á Christmas Vacation.
Vantar einmitt einhverja jólamynd (helst gamla) til að sýna litlu krökkunum í skátunum á jólafundi, með íslensku tali (þetta er allt niður í 7-8ára börn).
Ætli við séum ekki að tala um Kill Bill! Jólin koma klárlega ekki án þess að horfa á þær, sér í lagi endirinn á fyrri myndinni, þar erum við tala um jóla stemmingu!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..