Ég sé að þetta er komið í smá misskilning, ég held að þú áttir þig ekki fullkomlega á mínu sjónarhorni hér.
Ég er að reyna að benda þér á að upphafleg hugsun sem ég er að vitna í kemur úr grunn heimspeki. Þar kemur fram að verðmæti séu alltaf verðmæti sama hvað þér finnst um þau persónulega - þau séu huglæg og almenn, óbreytanleg og óaðskiljanleg. Vegna þess að þau eru eilíf og óbreytanleg skiptir persónuálit ekki máli.
Þessi verðmæti skiptast í þessi sammannlegu verðmæti sem ég er að tönglast á hér: líf, frelsi, öryggi etc. etc.
Persónuverðmæti eru þá allt annað - sófasett, bíll, sjónvarp - allt sem að við ákveðum sjálf að við þurfum, ólíkt með sam-mannlegu verðmætin sem að við þurfum alltaf óháð okkar eigin áliti og mati.
Þú getur ekki afsalað þér sam-mannlegum verðmætum því
enginn er hæfur til að ákvarða sviftingu þeirra - þó að dómskerfið taki sér bessaleyfi til að gera það. Hér sést augljóslega að ég er á móti dómskerfinu þó ég sjái vel að það er nauðsynlegt í kapítalísku samfélagi.
Þú ert sérstaklega ekki hæfur til að taka ákvörðun um eigið líf ef þú átt við geðræn vandamál að stríða því rökhugsun þín og mat á þínum ómetanlegu verðmætum brenglast. Heilbrigð manneskja er því betur í stakk búin til að sjá hlutina í réttu ljósi heldur en sú sem á við þunglyndi að stríða - þó hún sé ekki hæf um að ákvarða hvað þú svo gerir í þínu lifandi lífi.
Lífið er verðlaust, metanlegt þó margir tilji sig fullfæra um að flokka það sem ómetanlegt, þá er það metanlegt með réttri rökhugsun.
En hver ert þú að alhæfa um verðleika lífsins? Ég hef einungis bent þér á að enginn getur sett verðmiða á lífið því það er ekki persónulegt verðmæti sem þú getur keypt út í búð - það er meðfætt. Líkt og Móna Lísa eftir Da Vinci er ómetanleg og engin ntelst hæfur til að leggja verð á hana. (ég er þó ekki að setja líf og listaverk í sama flokk hér, einungis benda á hugtakið ómetanleiki í báðum tilfellum)
Lífið er metanlegt í augum þeirra sem sjái ekki verðmæti þess. Svo einfalt er það.
Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að teljast hæfur?
Ég hugsa að ég geti ekki svarað því þar sem í raun enginn er hæfur til að taka þessa ákvörðun um sviftingu sam-mannlegra verðmæta því þú ert alltaf undir áhrifum almenningshugsunar og getur aldrei sýnt fullkomið æðruleysi né fullkomin skilning á báðum hliðum. Því segi ég í gríð og erg að það sé í raun enginn hæfur, þó margir telji sig hæfa til þess.
En eins og ég sagði þá gildir það ekki í öllum tilfellum og þau tilfelli sem ég nefndi eru greinilega þau þar sem fólk ber saman þessi sam-mannlegu verðmæti og ákveður hvað þeim finnst mikilvægast.
Rétt. En þú spurðir á undan “hvernig er hægt að svifta einhvern húsnæði? með því að sparka honum útúr húsinu sínu?” og ég svaraði þér á þá leið að það er hægt ef þú ert neyddur til að flýja heimili þitt til að bjarga eigin öryggi. Ég sagði aldrei að fólki myndi ekki forgangsraða verðmætum sínum sjálft, en þegar kemur að því að einhver annar tekur ákvörðun fyrir þig, útfrá hverju er þá mælt og hver er hæfur?
Því kom tenging mín við frelsi og líf - hver er hæfastur til að ákvarða sviftingu þessara verðmæta í raun? og er rétt að Jón og Gunna útí bæ fái að forgangsraða þínum verðmætum, og er þá minni mannúð í að svifta þig öðru en hinu? Hvar er mælikvarðinn á mannúðina? Er það álit Jóns, eða álit þitt sem telur?
Þá geturu alveg eins sagt að venjulegt fólk geri sér ekki grein fyrir eymdinni og sársaukanum sem fólk í sjálfsmorðshugleiðingum finnur fyrir og því að sama skapi óhæft að dæma um það hvort það eigi að halda þeim á lífi
en venjulegt fólk gerir sér grein fyrir eymdinni - þessvegna höfum við sálfræðinga, geðlækna o.s.fv. sem koma þessu fólki til betra lífs (eða það er nú hugsunin á bak við hugtakið að leita sér hjálpar hjá geðlækni, þó það sé ekki alltaf raunin). Flest allir upplifa eymd einhverntíman á ævinni en ákveða ekki sjálfsmorð. Aðrir sjá enga aðra leið - er ekki skárra að við hjálpum þeim að sjá leiðina að betra lífi í stað þess að leyfa þeim að svifta sig lífi? Auðvitað. Flestir sem fremja sjálfsmorð gera það vegna stundarbrjálæðis, án skipulags og rökhugsunar.
Auðvitað eru til dæmi eins og þú komst með um gæjann þarna, sem berst fyrir að fá að deyja - skiljanlega (ég er ekki svona köld). En hann er þó ekki fullhæfur til að taka ákvörðunina því hann sér ekki verðmætagildi síns eigin lífs.
Það að eitthvað standi í lögum þýðir ekki að það sé rétt, og það ættir þú að vita fyrst þú ert svona svakalega heimspeki menntuð, lol.
En annars þá leigi ég út líkama minn reglulega… það kallast að vinna.
En annars þá eru þessi mansals rök þín ekki svo góð. Þú sagðir bara að enginn annar mætti eiga mann. Þú hefur ekki enn sagt mér af hverju við eigum okkur ekki sjálf.
Ekki vera með leiðindi Vitringur, þín rök eru oft ekki haldbærari en vatn.
Þú ert ekki að sjá tenginguna - vitri gaur - lögin eru byggð á hugmyndinni um þessi sam-mannlegu verðmæti og það gildi sem fólk setur í þau, ekki öfugt.
Ef frelsi er sam-mannlegt verðmæti eru ákveðin lög sem koma í veg fyrir að á því sé brotið.
Og það er engin frelsissvifting í því að selja vinnu sína. Það að ‘leigja’ hæfileika sína er ekki að gefa einhverjum frelsið sitt. Mannsal í merkingunni mannsal eins og flestir virðast þekkja nema þú, er bannað því þar er verið að ræna þig frelsinu.
Ástæða þess að það má ekki svifta þig öryggi, frelsi, lífi o.fl. án dóms og laga er sú að þú þarft allt þetta og meira til að komast af (sjá útskýringu að ofan um sam-mannleg verðmæti) mannréttindarsáttmálinn er byggður á þessu, lög landsins og fl. þú átt þetta og getur ekki gefið neinum þetta frá þér, líkt og þú getur ekki selt sálu þína - því hún er þú, ósnertanleg og - samkvæmt þessu hugtaki - ómetanleg.