Troll spotted, en til að svara spurningunni þá eru þeir of margir til að ég muni einhverja nákvæma tölu en sú tala hljóðar upp á allavega tvo tölustafi. Flest þeirra voru í grunnskóla, lendi voðalega sjaldan í slagsmálum nú á dögum og ég á aldrei frumkvæðið. Oftast eitthvað fyllerís rugl, stundum að hjálpa vinum eftir hótannir eða eitthvað slíkt og einusinni kýldi ég túrista niðri í bæ eftir að ég var búinn að drekka vodka pela og ófáa drykki á barnum og var búinn að hóta öllum þar inni öllu illu og var hent út. Spurði hann hvort að hann elskaði mig og þegar hann svaraði mér ekki því að hann kunni ekki Íslensku þá reyndi ég að kýla hann og faceplantaði jörðina, stóð svo upp og kýldi hann og frændi minn náði að halda honum áður en hann réðist á mig, var síðan rústað af 4 dyravörðum og félagar mínir töldu þeim trú um að sleppa mér þar sem þeir voru búnir að redda mér fari heim og ég slapp við afskipti lögreglunnar. Ekki mín stoltasta stund og daginn eftir mundi ég ekkert eftir kvöldinu og þegar að ég heyrði hvað hafði gerst leið mér eins og fávita í marga daga eftir á. Áfengi er slæmt ef að því er ekki haldið í hófi…
Andhrímnir lætur