Fyrir viku gerði notandinn Caroline þráð og vildi vita hvort alkahólismi sé sjúkdómur.
Nú er ég forvitinn að vita hvað hugurum finnst um þunglyndi.
Er þunglyndi sjúkdómur eða bara aumingjaskapur?
Ég spái alltaf í því hvort það sé arfgengt, eða hvort að það sé einfaldlega það áhrifaríkt að alast upp við þunglynda foreldra að áhrifin merkja sig á barnið.
og persónulega finnst mér þunglyndi og og þunglyndis umræður vera mjög alvarleg samtöl og finnst það ekki eiga heima á öllum stöðum
Er þunglyndi sjúkdómur eða bara aumingjaskapur?
Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur þunglyndi. Greina má ætlaðar orsakir gróflega í 3 flokka: Líffræðilega þætti, sálræna þætti og félagslega þætti. Þessi skipting er samt mikil einföldun þar sem oftast spila ýmsir þættir saman þegar mikið þunglyndi herjar á einstakling.Það að inntaka geðdeyfðarlyfja sem hafa sérhæfð áhrif á virkni serótóníns í heila, skuli í mörgum tilvikum ef ekki flestum, hafa bætandi og jafnvel læknandi áhrif á umrætt “ástand” bendir sterklega ef ekki óyggjandi til þess að þetta sé sjúkdómur eða sjúkdómsástand.
Líffræðilegar orsakir
Mikill fjöldi rannsókna bendir til að líffræðilegir þættir eigi sinn þátt í þróun þunglyndis. Sumar rannsóknir hafa bent til ójafnvægis eða skorts á ákveðnum boðefnum í heila, enda hafa flest þunglyndislyf áhrif á virkni þessara boðefna (serótónín og noradrenalín).
Erfðir
Erfðarannsóknir benda sterklega til að erfðir eigi nokkurn þátt í þróun þunglyndis, að minnsta kosti hjá þeim sem veikjast aftur og aftur. Þáttur erfða er samt langt frá því að vera auðskilinn og mjög erfitt er að greina áhrif erfða frá áhrifum umhverfis vegna þess hve margir þættir fléttast iðulega saman við tilurð þunglyndis. Erfðaþátturinn er sterkari hjá þeim sem greinast með geðhvörf heldur en þeim sem greinast með þunglyndi en fá aldrei oflæti. Það er ekki sjúkdómurinn sjálfur sem erfist, heldur er það fremur tilhneigingin til að veikjast undir álagi.
Dægursveifla
Langt er síðan menn vissu að lyndisraskanir og óeðlilegt svefnmynstur færu saman. Hvort tveggja þekkist, að svefntruflanir leysi sjúkdóminn úr læðingi og svefntruflanir séu hluti af sjúkdómsmyndinni, en hið síðarnefnda er þó mun algengara. Gildir það bæði um þunglyndi og örlyndi.
Sálrænir þættir
Þrátt fyrir að erfðir og líffræðilegir þættir eigi þátt í orsök þunglyndis eru ýmsir sálrænir þættir eða umhverfisþættir einnig mikilvægir.
“Lengi býr að fyrstu gerð” segir máltækið og flestum foreldrum er ljóst að margt getur haft mótandi áhrif á þroska barna. Rannsóknir hafa einkum beinst að áhrifum:
* Gagnrýni í uppvexti.
* Neikvæðs sjálfsmats.
* Áunnins sjálfsbjargarleysis.
* Missis foreldris, einkum móður, þegar börn eru ung að aldri.
* Ofverndar án nærgætni.
Áunnið sjálfsbjargarleysi
Áunnið sjálfsbjargarleysi getur haft þýðingu við þróun alvarlegrar geðlægðar. Vonleysis- eða hjálparleysistilfinning eru algengir fylgifiskar þunglyndis. Það kann að vera áunnið og stafa af því að einstaklingurinn hefur orðið fyrir því að geta ekki mótað lífsaðstæður sínar miðað við þarfir sínar.
Slíkt sjálfsbjargarleysi gæti t.a.m. verið áberandi hjá börnum foreldra sem beita endurtekið andlegu eða líkamlegu ofbeldi og bregðast ekki við eða skynja ekki tilfinningarlegar þarfir barna sinna. Fullorðnir sem hafa verið beittir ofbeldi endurtekið sem börn hættir frekar til lágs sjálfsmats og sjálfsásökunar og að upplifa margvísleg sálræn og líkamleg einkenni undir álagi.
Er þunglyndi sjúkdómur eða bara aumingjaskapur?
hvar ég kallaði þunglyndi aumingjaskap.Þetta var spurning, ekki fullyrðing.
Það sem ég var ekki að gefa í skyn var að þér, prívat og persónulega fyndist þunglyndi vera aumingjaskapur.
En ekki aumingjaskapur eins og þú kallar það.I see a contradiction tha
Nú er ég forvitinn að vita hvað hugurum finnst um þunglyndi.Veit hugarafl.is hvað hugurum finnst um þunglyndi?