Hvað er málið með yfirmenn og að elska mig.

Ég vaknaði í morgun eftir sveitt starwars maraþonn í gær við það að síminn hringir, það er yfirmaður minn að tilkinna mér að ég sé nú orðinn klukkutíma of seinn. Allt í fínasta með það ég drulla mér á lappir og í vinnuna, neinei þegar ég mæti er kellingin brosandi og bara “hæhæ hvað segiru svoldið þreyttur viltu kaffi og sígó áður en þú byrjar að vinna? slakaðu bara á kúturinn. Ég bara WTF þar sem ég mætti það þunnur í vinnuna núna á flöskudaginn að hún sendi mig heim.

Samt get ég hreinskilningslega sagt það að ég yrði ekki hissa á því að fá uppsagnarbréf á næstu dögum, málið er það að það var haldin árshátíð í fyrirtækinu núna á laugardaginn, ég mætti í mínu fínasta þangað og var til friðs svona framanaf. Þegar fer að líða á kvöldið og menn komnir pínulítið í glas þá gerist ég svo djarfur að bjóðast til að sofa hjá einni af skrifstofugellunum, c.a. 47 ára. Grey konan var svo sármóðguð að hún hreitti eithverjum óskundanum í mig og sagðist muna hvað ég heiti. Því má kanski bæta við að fyrir sléttri viku þurfti ég að hringja í þessa konu og opnaði samtalið á ”í hverju ertu?" við mis góðar undirtektir.

En svo að ég komi mér aftur að megin efni þráðsins þá eru það yfirmenn. Eithvernvegin hef ég ekki enþá lennt á slæmum yfirmanni eins og svo margir af mínum kunningjum og vinum. Ég var með nautheimskan yfirmann þegar ég var að vinna hjá dominos en annars þá hef ég verið mjög sáttur með mína yfirmenn, enginn sem er áberandi leiðinlegur og alltaf eru þeir til í að gefa mér hina og þessa sénsa fram yfir aðra og gera mér greiða ef til þess kemur.

Nú spyr ég þig, kæri hugari, hvernig er þinn yfirmaður (ef þú ert starfandi eithverstaðar) og hvernig er almenn reinsla þín af yfirmönnum?

ps. LindeLou er á lausu!

Bætt við 9. nóvember 2009 - 15:47
Það má kanski taka það fram til að sýna hversu mettnaðargjarn og góður starfsmaður ég er að þetta er skrifað í vinnunni.