Ef þú lítur svona niður á fólk sem trúir þá getur þú varla verið að tjá þig mikið um þessi mál er það?
Jú, vegna þess að bara út af því að einhver trúir einhverju gerir það ekki að sannleika og ég vil tala um sannleikann… ekki það sem einhver trúir.
Það er auðvitað ekki nokkur leið að ná í gegnum þig ef þú fordæmir fólk af því einu að hafa trú, hvort sem það öðlaðist trú í gegnum AA samtökin eða ekki.
Ef trúin segir að jörðin hafi verið sköpuð á einum degi, er það þá heimskulegt af mér að taka ekki mark á því sem þau segja og taka frekar mark á síðustu 200 árum af vísindaþróun á sviði jarðfræði?
Það eru til endalausar fullyrðingar sem fólk trúir… ég vil helst einbeita mér að þeim sem eru sannar.
Ég lít ekkert niður á vísindi.
Þú og þín vísindi…
Mér sýnist þú greinilega blása á vísindi þarna eins og þau séu merkingalaus. Eins og hver annar bollalestur.
Það er ekkert sem heitir bókstafstrúarmaður á vísindi. Ég er efahyggjumaður. Það þýðir einfaldlega að ég kaupi ekki hvað sem er bara vegna þess að það er á brunaútsölu. Ef einhver fullyrðir eitthvað, þá efast ég um það. Ef það eru færð rök fyrir því og/eða sönnunargögn þá tek ég það til umhugsunar.
Trú er samkvæmt skilgreiningu það að halda fram fullyrðingu án þess að færa rök né hafa sönnunargögn… því sé ég ekkert að því að hafna trúarbrögðum á einu bretti.
Vísindi byggjast á því að finna sönnunargögn, því finnst mér mun skynsamlegra að taka mark á þeim niðurstöðum sem fara fram samkvæmt hinu vísindalega ferli.
Þú veist það vel sjálfur að reykingar og alkahólismi er ekki sami hluturinn. Bæði fíknir já, en ólíkar þó og ætti ekki að vera að bera þær saman eða gera lítið úr annarri því hún er ekki eins og hin. Þú nærð tæpast að rúta öllu lífi þínu, fjölskyldu og vinnu með reykingum. Það eru ekki til samtök fyrir aðstandendur reykingafólks. Það er bara ekki hægt að segja að þetta sé sami hluturinn.
Bara vegna þess að þú segir það?
Á ég að treysta læknisfræðilegum greiningum þínum vegna þess að þú ert svo andlega þenkjandi og ‘inn á við’?
Og rústa reykingar ekki lífum? Eigum við að telja upp alla þá sem hafa dáið vegna reykinga, þjást af lungna þembu, eru með lungnakrabbamein eða hafa misst barkakýli?
Það er víst hægt að bera þetta saman. Þetta eru bæði fíkniefni. Fólk verður háð fíkniefnum.
Áfengi veldur mikilli vímu á meðan sígarettur valda mjög vægri vímu… þess vegna virðist þú líta mismunandi á þessi efni án þess að hafa nokkurn grundvöll fyrir því þar sem skaðinn á einstaklinginn er samt sem áður greinilegur, þó hann sé einfaldlega mismunandi.
Og þú neitar að líta á öll hin vímuefnin sem valda svipuðum áhrifum og áfengi.
ástæða þess að það er litið á áfengisfíkn sem sjúkdóm en ekki eins og alla aðra fíkn er vegna þess að áfengi er löglegt svo það er ‘alvöru’ fólk sem getur lent í því að fá “sjúkdóm”, en ekki eins og ‘dópistarnir’ sem eru bara fíklar.
AA eru ekki trúfélag
Víst, lestu 12 sporin.
Þetta gætu allt eins verið boðorðin 10.
Það er talað um guð jú, en hver og einn má hafa sinn guð eins og hann vill
Og hvað eru það annað en trúarbrögð?
AA samtökin eru auðvitað ekki fullkomin og alltaf má gera betur og laga eitthvað. Það er aldrei hægt að ná til allra og auðvitað er til fólk sem nær árángri á annann hátt. En AA hjálpar líka mjög mörgum og það er ekki hægt að líta framhjá því, eða gera lítið úr afrekum þeirra.
Ef þeir eru virkilega að lækna sjúkdóm… sýndu þá fram á það.
Fáðu tölurnar yfir hlutfall þeirra sem AA hefur hjálpað.
Finnuru þær ekki? Það er líklegast vegna þess að AA neitar að gefa þær út.
Rannsóknir hafa sýnt að það séu 5% líkur á að áfengisfíkill nái bata, sama hvort hann sé í AA eða ekki.
Veistu, þegar fólk er búið að vera í mikilli neyslu þá oft fær það NÓG á endanum og tekst að hætta. Það er kannski búið að reyna mörgum sinnum, en síðan þegar þeim tekst það loksins, þá er hvaða prógram sem þeir voru í á þeim tiltekna tíma alltaf tilbúið að taka hrósið fyrir það.
Ef ég reyni að hætta sjálfur og það virkar ekki, ef ég fer til AA og það virkar ekki og fer síðan í aðra stofnun og þá virkar það… er það þá endinlega henni að þakka?
Eða er ástæðan að mér hafi einfaldlega tekist að hætta í þriðjaskiptið óháð því í hvaða prógrammi ég var á þeim tiltekna tíma?
Það hefur aldrei verið sýnt fram á að fíkill hjá AA hafi betri batalíkur en hver annar fíkill.
Ef ég spila fótboltaleik í happanærbuxunum mínum og ég vinn, er það þá sjálfkrafa þessum nærbuxum að þakka? Eða vinn ég einfaldlega stundum og stundum ekki og nærbuxurnar sem ég er í á þeim tímapunkti skipta engu máli?