Rasismi í flugstöðinni í Sandgerði

Kunningi minn er sár og svekktur. Hann bað mig um að vekja athygli á eftirfarandi. Þessi maður er frá Víetnam og hefur verið búsettur hérlendis í á annan áratug ásamt bróðir sínum. Kona hans er einnig frá Víetnam. Í hvert einasta skipti sem eitthvert þeirra skreppur út fyrir landsteinana taka tollverðir viðkomandi til rækilegrar skoðunar við heimkomuna. Þau hafa aldrei lent í slíku á flugvöllum erlendis.

Þau fullyrða að aðrir Íslendingar frá Víetnam hafi sömu sögu að segja. Það virðist vera vinnuregla hjá tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að taka fólk frá Víetnam til sérstakrar skoðunar…

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/974776/