en svona í alvörunni ef þeir hafa ekkert að fela ættu þeir ekkert að vera að kvarta.
Með sömu rökum gætum við haft myndavélar inni á hverju heimili til þess að koma í veg fyrir heimilsofbeldi.
Mér sömu rökum þá getum við tekið hver EINASTA mann sem kemur til landsins í tjekk. af hverju gerum við það ekki?
Annars finnst mér þetta ógeðslegur hugsunarháttur hjá þér, hvernig þú réttlætir mismunun með því að breiða einhverja hulu yfir hana og kalla þetta ‘random’ þó þér sé alveg sama hvort það sé random eða ekki.
En það hvað þér finnst persónulega með þessar leitaraðferðir gæti mér ekki verið meira sama um. Málið er að ef þær eru byggðar á fordómum þá eru þær óréttlætanlegar.
Annars veit ég ekki hvaða öryggi þú ert að tala um… þetta er allt frekar tilgangslaust og er ekkert annað en eyðsla á fjármagni skattgreiðenda og tíma tollvarða og þeirra sem eru að reyna að ferðast.