Langaði bara að deila með ykkur hvað mér finnst gjörsamlega óþolandi þegar fólk í skólanum segist ekki geta lært heima vegna þess að það er svo upptekið.
Sko það er sko skóli til 4 og þá fer ég bara heim að borða og svo bara strætó í bæinn og æfing þar sko og kem heim klukkan hálf 10 og fer þá að sofa :O
Kennarinn minn kom reyndar með góða uppástungu til að leysa þetta. “Afhverju lestu þá ekki bara í strætó?”
Áttum að lesa SEX blaðsíður heima!!!!!!! shiiiiii
Svo annað dæmi:
Blablabla æfing heim passa blabla æfing bla borða passa æfing blablabla…..
Kennarinn: En þú hefur hálftíma þarna inná milli…?
Nemandinn: Jááá en ég þarf sko að klára að selja klósettpappírinn sem ég byrjaði að selja í gær og þarf að fara í öll húsin þar sem fólkið var ekki heima! :O

Ég meinar come on, annaðhvort skipuleggur fólk sig og lærir, eða þá að það sleppir því að læra.
Btw, kennarinn breytti lærdómnum fyrir þetta, ekki þar með sagt að mér hafi ekki verið sama um það, en þoli bara ekki þetta endalausa væl í krökkum…



:D