Til hvers gera fréttamenn þetta?
Hversu erfitt væri það fyrir þá að hafa upphæðina í sínum gjaldmiðli?
Það er fáránlegt hversu dauðlegar fréttirnar verða þegar að á örfáum dögum geta upphæðir lækkað eða hækkað um 1-100%, svo dæmi séu tekin, fréttir frá 2005 sem að segja frá styrk norskra ríkisins til landbúnaðar segja frá þeim í íslenskum krónum, og til að finna út þá upphæð í krónum í dag þarf að finna út hvert gengið var þennan dag… og að ef að þú segir mér að frá og með deginum í dag sé sektin við því að kaupa vændi í 546 þúsund krónum í Noregi, þá verður þessi frétt ómarktæk eftir örfáa daga.
Hversu erfitt yrði það að gera fréttir ódauðlegar með því að segja upphæðina sem um ræðir í sviga fyrir aftan, eða bara í staðinn?