Áður en þú æsir þig mikið þá er ég ekki að segja að kannabis sé skaðlaust og ég er ekki einhver “nýr stóner” eða sjálfskipaður prófessor en…
Kannabis hefur mismunandi áhrif á alla, eins og öll önnur vímuefni, svo þín reynsla er enginn sannleikur fyrir aðra.
Mikil og langvarnadi neysla getur vissulega haft áhrif á skammtíma minnið.
Á hinn bóginn er það ekki rétt að kannabis VALDI kvíða og þunglyndi. Kannabis ýtir undir og eykur þær tilfinningar sem eru fyrir, ef þú ert með tendensa til þunglyndis og kvíða fyrir þá getur neyslan ýtt undir það.
Auk þess sem að þrátt fyrir að THC bindi sig í líkamanum þínum í einhvern tíma veldur það ekki fíkn, það er ekki hægt að verða líkamlega háður kannabis einungis andlega.
Svo að þrátt fyrir að þín reynsla hafi, eins og svo margra annara, verið slæm þá er það engin sannleikur fyrir aðra, þetta er bara einstaklingsbundið.