í fyrsta lagi er þetta málinu ekki óviðkomandi, þetta eru ein af rökunum sem þeir sem eru með lögleiðngu nota og þar af leiðandi kemur þetta málinu við.
Og ég var að segja að
1) Ríkisfjármál er málefni út af fyrir sig og það er algjör óþarfi að blanda kannabis inn í þá umræðu.
2) Þessi rök eiga við um alla lögleiðingu og því málinu óviðkomandi.
Ef þú færð að velja á milli A, B og C, þar sem allir valmöguleika fela í sér að þú fáir ís, en síðan er restin öðruvísi, myndiru segja að rökin fyrir því að velja C væru þau að þá fengiru ís?
Nei, vegna þess að þú munt alltaf fá ís, óháð því hvað þú velur.
Að sama skapi má alltaf bæti við einhverju lagaákvæði til þess að auka tekjur ríkisins, sama hvaða við erum að tala um.
Þegar við tölum um lögleiðingu kannabis þá eigum við að einbeita okkur að því… lögleiðingu kannabis, ekki hversu eyðslugraðir pólitíkusar eru hverju sinni.
Svo virðistu ekki átta þig á því að ég hef sagt oft að þetta sé ein af ástæðunum, ekki sú eina.
Ég áttaði mig alveg á því… mér finnst þetta bara ekki vera nein ástæða.
Ég myndi aldrei styðja ranglát lög vegna þess að ég eða einhver annar gæti grætt pening á þeim og ég myndi aldrei vera á móti réttlátu banni vegna þess að það kostar mig eða ríkið tekjur.
Þess vegna finnst mér að ríkisfjármál eigi ekki að vera á vogarskálunum í lagaumræðum (öðrum en þeim sem fjalla hreinlega um skatta) og því eru þau málinu óviðkomandi.
Þarna ertu aftur bara að horfa á peningalegu hliðina
Nei, ég er einmitt að segja að við eigum að hundsa hana, því eins og ég benti á þá brenglar hún heildar myndina og kemur réttmæti laga ekkert við.
sem ég minni aftur á að ég er ekki að segja að séu einu rökin fyrir lögleiðingu. Það er tildæmis meira vit í því að lögleiða kannabis en heróín
Enda er ég ekki að segja hvort sé réttara eða rangara. Ég var einfaldlega að segja að þessi peningarök þín virka alveg jafn mikið í báðum tilvikum og þess vegna finnst mér nokkuð augljóst að þau skipta engu máli.
Byssur eru löglegar þannig það er ekki eins og það þurfi að lögleiða þær.
Er áfengi löglegt ef maður má bara drekka einn bjór á mánuði?
Byssur eru lang flestar og lang oftast ólöglegar á Íslandi. Byssur eru löglegar í undantekningartilvikum, þegar þær eru lokaðar inni í viðurkenndum byssuskáp óhlaðnar, eða í höndunum á aðila með byssuleyfi, utan þéttbýlis og jafnvel þó þessum skilyrðum sé mætt þá er aðeins ákveðinn hluti skotvopna sem er löglegu