Það kom nú reyndar fram í annarri frétt, sem ég hlustaði á í útvarpinu, að þessi ákveðna kona hefði í raun verið hæfari í starfið með tilliti til reynslu, og annað, að maðurinn sem var ráðinn væri skyldur þeim sem réði hann.
Segjum sem svo að þetta sem ég bætti við væri staðreynd. Væri ekki augljóst hvers vegna hún teldi að brotið hefði verið á sér og hefði það ekki verið efni í betri umræðu en þetta þvaður sem er í gangi hér…
Í þessari frétt kemur fram að þessi maður er tengdasonur þáverandi og núverandi biskups, Karls. Í tengslum við umrædda ráðningu 2003, vísaði hann málinu til hæfisnefndar vegna skyldleika við annan umsækjandann. Nema hvað:
"Héraðsdómur komst í janúar 2006 að þeirri niðurstöðu að biskupi hafi ekki verið heimilt að
framselja vald sitt og enn fremur hefði niðurstaða nefndarinnar ekki átt að vera bindandi. Þjóðkirkjan var því dæmd skaðabótaskyld gagnvart Sigríði. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð haustið 2006.
Framsal valds og bindandi niðurstaða er það sem þetta mál snýst um í rauninni.
Ég var að fletta í lagabókinni minni og þar stendur:
“Framsal lagasetningarvalds er heimilt að vissu marki. Það hversu langt má ganga er breytilegt eftir efninu. Ef um stjórnarskrárvarin mannréttindi eru að ræða eru almennt takmarkanir meira en ella og því meiri eftir því sem nær kjarna ákvæðanna við færumst.”
http://www.visir.is/article/2009401149165Bætt við 4. nóvember 2009 - 11:33 Ég var reyndar að vísa í dóm Héraðsdóms þarna áðan og sé núna að Hæstiréttur komst að öndverðri niðurstöðu varðandi þessa hæfisnefnd.
"Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að nefndin hefði ekki gætt málefnalegra sjónarmiða við mat á starfsreynslu og framhaldsmenntun umsækjenda. Var talið að Sigríður Guðmarsdóttir hefði sýnt fram á að starfsreynsla hennar og menntun hefðu nýst henni þannig að hún hafi verið Sigurði Arnarsyni
jafnhæf eða hæfari til að gegna umræddu embætti.
Hæstiréttur segir, að fram hafi verið komið, að engin kona gegndi prestsembætti erlendis og
hafi íslenska þjóðkirkjan ekki sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar þeirri ákvörðun að skipa Sigurð í embættið. Taldi rétturinn því, talið að brotið hefði verið gegn lögum jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna með skipuninni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2006/11/16/kirkjan_skadabotaskyld_vegna_skipunar_i_embaetti_se/Ég er ekkert sérstaklega að fjargviðrast út í það sem þú hefur að segja, en það er alveg gjörsamlega óþolandi að horfa upp á sumar umræðurnar hérna, sem snúast um fréttir sem eru misvísandi eða einfaldlega bara rangar, og fjaðrafokið sem skapast yfir þeim…
Er það til of mikils mælst að fólk kynni sér almennilega það sem það er síðan að diskútera um… eða fullyrða.
Mér finnst ekkert eðlilegra…