þú veist að kettlingar verða að vera amk. 3 mánaða gamlir þangað til þeir mega fara frá mömmunni ? þannig að það er ekki skrítið að þú finnir ekki neinn.. ef þig langar í kettling, fáðu þér þá kött og láttu hann eignast kettlinga.
það er fínn aldur, fáðu þér frekar þannig, það er líf í þeim og þeir eru sætir! þessir yngstu þeir kunna ekki að lifa hehe.kúka og pissa útum allt. og það er HUNDÖMURLEGT að þrífa eftir þá og reyna láta þá pissa á rétta staði!
Sumar kisur eru svakalega lengi að fatta kassann. Það eru nokkrir kettlingar í Kattholti sem einfaldlega vilja ekki fatta til hvers skítadallurinn er… Svo kettlingar eru misjafnir. Sumir kunna strax á dallinn, aðrir læra þetta með löngum tíma.
Kettir eru kettlingar alveg fram yfir fyrsta árið finnst mér, en annars þá eru nokkrir sætir kettlingar í Kattolti eins og er sem vantar heimili. Það eru alltaf að koma nýjir. Svo eru 4 stykki þriggja vikna og 4 stykki 3 daga kettlingar sem eiga eftir að vanta heimili þegar þeir eru tilbúnir, allt í Kattholti. Svo endilega kíktu þangað.
Sammála því. Það er allt of mikið af eldri kisum í Kattholti. Og það er vegna þess að fólk vill langoftast fá kettling, sem mér finnst synd því eldri kisurnar eru svo yndislegar og það þarf mun minna að kenna þeim.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..