Hahah, heimskulegasta sem ég hef heyrt
Tökum dæmi úr mínu lífi, persóna X er 52 ára, mjög mikið menntaður og sérfræðingur á sínu sviði, á menntaða eiginkonu, saman hafa þau drjúgar tekjur, eiga stórt einbýlishús, 2 bíla, sumarbústað og land, og geta ferðast eins og þau vilja, og gera það svona 3-4 á ári. Þau eiga 3 börn, sem öll geta stundað allar tómstundir sem þau vilja. Vegna þess að persóna X eyddi tíma og svita í menntun hefur hann uppskorið eins og hann sáði, getur lifað lífinu til fullnustu og hefur tækifæri til þess að gera það sem hann vill. Hann hefur peningana í að stunda dýr, skemmtileg og krefjandi áhugamál sín með fjölskyldunni sinni.
Persóna Y er líka úr mínu lífi, uþb 40 ára, með stúdentspróf og menntaður smiður. Hefur unnið alla sína ævi í húsasmíði, úti við í grenjandi rigningu á lágmarkslaunum og hatar vinnuna sína, sem hann reyndar missti nýverið vegna efnahagskreppunnar. Hann á pínulitla piparsveinaíbúð og býr einn, hefur rétt nóg pening til þess að hafa í sig og á, barnlaus. Hann getur ekki gert það sem hann vill vegna þess að hann hefur ekki nógu góða menntun til þess að komast í betur launað starf. Hann hefur ítrekað reynt að setjast aftur á skólabekk en þær tilraunir hafa aldrei enst vegna fjárskorts aðallega.