Okay, þannig er það að þar sem að ég er í skóla þá fer maður í námsferð á öðru ári, ég er á öðru ári en svo vill til að ég á ekki pening til þess að fara með þar sem að ég bý ekki heima hjá foreldrum mínum eins og allir aðrir í bekknum mínum.
Nú svo var ég að tala við kennarann minn um það hvað ég það þýðir fyrir mig, hvort að skólinn veiti eitthvern stuðning eða eitthvað, en nei hann gerir það ekki, en mér er svosem sama um það.
Kennarinn sagði mér svo að þessa viku sem að þau eru Flórens í Ítalíu þá á ég að mæta í skólann og gera eitthvað huge verkefni sem að ég á að skila í enda vikunar, á meðan er bekkurinn minn á söfnum að drekka sig pissfull á kvöldin og hafa það gaman.
Hvað finnst ykkur um það?
Persónulega finnst mér það ekki fair að það eigi að straffa mér fyrir það að eiga ekki pening, ég þarf að mæta í skólann 8-3 á hverjum degi að gera eitthvað verkefni og þau mega gera það sem að þau vilja svo lengi sem að þau mæta á þessi söfn þegar að þau eiga að mæta þangað.
Ég er ekki að segja að ég ætti bara að fá frí, en ég meina það væri nú hægt að gera eitthvað annað eins og já veit það ekki. Finnst bara ekki að ég eigi að drukkna í lærdómi af því að ég á ekki pening.
Ég er btw sú eina í bekknum sem kemst ekki með.
En hvað finnst ykkur hugurum?