Sverrir - eitthvað. Við rifumst oft og stundum voru tímarnir hell en hann kenndi mér líka að keyra! Það var ekkert “jájá þú tekur bara 5 tíma og ferð svo í prófið í næstu viku”, nei, þú kemst ekki upp með neitt múður. Þú lærir bara að keyra eins og maður og ferð ekki í prófið fyrr en þú getur rúllað því upp villulaust! Ég er MJÖG þakklát fyrir hann í dag, ég mætti tilbúin í umferðina og laus við alla töffarastæla sem enda yfirleitt á ljósastaur. Í fyrstu var ég alltaf að keyra allt of hratt en það var því ég réð ekkert við bílinn, ég leyfði honum algjörlega að stjórna mér.
Eina sem hann kom mér ekki í gegnum var bakkið og ég féll á því í verklega en það er bara af því að ég er kona og skildi ekki upp né niður í þessu. Tæp 3 ár eru síðan og ég er alveg þokkaleg núna :P Ég tel mig bara vera þokkalega góðan bílstjóra og ég elska að keyra!
Ef þú vilt fá nafnið hans þá skal ég fletta því upp fyrir þig en þar sem ég geri ráð fyrir því að þú viljir frekar kærulausan kennara þá nenni ég ekki að hafa fyrir því, nema þú viljir.