Jæja, ég ákvað að setja þetta inn aftur og laga þetta aðeins.


Í þessari riti mun ég feta slóð fíkniefna og gera grein fyrir hvað varð til þess að þau enduðu á svarta markaðinum.
Á þeirri leið verður grenslast fyrir um tilgang þeirra í byrjun og hvað varð til þess að þau hurfu af almennum markaði. Einnig verður leitast við að gera ítarlega grein fyrir uppruna þeirra og þeim áhrifum sem þau hafa.
Alls staðar um allan heim, um dali,fjöll, árbakka og skóga vaxa plöntur og blóm í öllum regnbogans litum og af öllum stærðum og eru ræktuð í margvíslegum tilgangi.
Sum hafa eingöngu fagurfræðilegt gildi en önnur innihalda græðandi efni, róandi eða örvandi.
Þessi blóm eða jurtir með sína náttúrulegu krafta voru talin vera gjöf frá himnum og voru algengar gjafir til tignarfólks um allan heim en eru nú fordæmd og talin hættuleg. Ef það sést til þín með plönturnar getur það komið þér í fangelsi. Efni eins og Heroin, Kókain, Opium og Marijuana voru fullkomlega lögleg og notuð í góðum tilgangi.
En hvað gerðist? Breyttust plönturnar eða breyttust mennirnir?

Marijuana & Methamphetamín

Marijuana hefur verið óvinur yfirvalda síðan fyrstu alþjóðlegu lögin voru sett varðandi plöntuna árið 1937. Síðan þá hafa t.d yfir 20 milljón manns í Bandaríkjunum einum verið handteknir, dæmdir og fangelsaðir vegna hennar.
Þetta er vinsælasta „dóp“ í heimi. Reglugerðirnar dugðu skammt í baráttunni og var fullt traust sett á fræðslumyndbönd sem í dag eru, og voru kannski líka þá, sprenghlægileg.
Það sem einkenndi stríð og hræðsluáróður gegn Marijuna eða „grasi“ eins ég ætla kalla það í þessu riti, og eins og það er gjarnan kallað, er fáfræðin í garð áhrifa við neyslu efnisins.
Fyrstu áratugina var einungis stuðst við orðræðuna því engar rannsóknir sýndu fram á einhvern skaða við neyslu á því.Því var líkt farið með gras og öll önnur ólöglega fíkniefni í dag, að þau voru frjáls og lögleg á markaði þangað til ákveðin markhópur fór að mæla gegn þeim.
Að reykja gras setur af stað flæði efnis sem kallast „Delta-9 Tetra Hydra Crinatical“ eða THC sem veldur róandi áhrifum og eykur vellíðan, en það getur einnig komið af stað stress tengdum tilfinningum ef streituvaldar eru þegar til staðar.
Marijuna neysla er siður sem tekinn er frá indíánum, en það var víða siður hjá ættbálkum að kveikja varðeld í miðju þorpi, setja teppi yfir og lauf Cannabis sativasett ofan á og annað teppi yfir. Svo hópuðust indíánarnir undir það teppi og önduðu að sér reiknum.
Marijuana er elsta lyf í heimi, á eftir Opíum sem ég mun fjalla aðeins um síðar. Kínverskir „læknar“ gáfu það sem verkjalyf og lækningu við magaverkjum, hausverk og stressi. En Kínverjar trúðu því að þessi planta væri guðsgjöf frá gyðju sem elskaði allt og alla. Hugmyndafræði hippahreyfingarinnar byggðist á sama boðskap og stóð hreyfingin fyrir frjálsum ástum og ögraði þannig stjórnvöldum víða um heim.Cannabis vex út um allt, alls staðar nema í norðurhveli jarðar, elstu heimildir um notkun koma frá Kína eins og áður sagði, en frá austrinu deyfðist notkun Cannabis um allan heim.
Arabískir verslunarmenn tóku það með sér til Norður Afríku og Spánar til vöruskipta og frá Spáni barst það með sjómönnum til Bandaríkjanna og var þá m.a. notað í reipi.
Sá sem kynnti Cannabis til Evrópu var enginn annar en Napóleon Bónaparte en í herferð sinni til Egyptalands árið 1804 var hann kynntur fyrir nýju vímuefni sem reykt er í stað þess að drekka það. Franskir hermenn tóku grasið fram yfir vínið því grasinu fylgdu engir timburmenn.
Þeir tóku það með sér heim til Frakklands að stríði loknu. Í Frakklandi varð grasið mjög vinsælt á meðal bóhem stéttarinnar, þ.e. meðal listmálara, ljóðskálda, rithöfunda, menntamanna og vændiskvenna.
Franska ljóðskáldið Baudelaire skrifaði einungis undir „álögum þess“ og er eitt ljóða hans tekið sem bein yfirlýsing um það.
'One must be forever drunken: that is the sole question of importance. If you would not feel the horrible burden of Time that bruises your shoulders and bends you to the earth, you must be drunken without cease. But how? With wine, with poetry, with virtue, with what you please. But be drunken. And if sometimes, on the steps of a palace, on the green grass by a moat, or in the dull loneliness of your chamber, you should waken up, your intoxication already lessened or gone, ask of the wind, of the wave, of the star, of the bird, of the timepiece; ask of all that flees, all that sighs, all that revolves, all that sings, all that speaks, ask of these the hour; and wind and wave and star and bird and timepiece will answer you: 'It is the hour to be drunken! Lest you be the martyred slaves of Time, intoxicate yourselves, be drunken without cease! With wine, with poetry, with virtue, or with what you will.
-| http://www.dosenation.com/listing.php?id=3843
Frá París til London fluttist grasið sem „reykjavara“ og sem aukaefni í lyf.
Algengt var um að efristéttar dömur borðuðu „hussies“ eða súkkulaðikossa sem innihéldu gras. Þetta borðuðu þær við hausverk, magaverk eða verkja af einhverju tagi.
Viktoría Bretadrottning notaði þetta við ristilkrampa og svefnleysi. Frá breska aðlinum fór grasið til New York þar sem gras-súkkulaði kossar urðu afar vinsælir og grasið sjálft sló í gegn sem innihald í hratt vaxandi iðnað lyfjaseðilslausra lyfja.
Ameríski rithöfundurinn Fritz Hugh Ludlow notaði það sem verkjalyf eftir tannaðgerð og varð háður því, hann skrifar um fíkn sína og áhrifum efnisins í bók sinni „Diary of a hussey eater“ árið 1857, „þegar ég loka augunum hverf ég á braut drauma, á vængjum ljúfra tóna svíf ég um loftin blá og í skýjadalnum leik ég mér í feluleik við stjörnurnar“ (höf.þýð.) Í þessari bók var talað mjög blítt um áhrif þessara efna og varð mörgum hvatning til neyslu. En þess má geta að síðar var Fritz einn af þeim fyrstu sem hófu herferð gegn grasi og fór fram á að lög yrðu sett gegn því.Í byrjun 19. aldar var lítið um að fólk í Bandaríkjunum væri að nota hreint gras en lítið var vitað um að reykja það og allir þeir sem voru í neyslu borðuð gras-súkkulaði kossa eða misnotuðu þau lyf sem innihéldu cannabis.
Það var ekki fyrr en tryrkjasóldáninn Abdul Hamid annar gaf mjög sérstaka afmælisgjöf til bandarísku þjóðarinnar árið 1876. Það ár var haldin The Centennial International Exhibition of 1876, fyrsta opinbera heimshátíð í Bandaríkjunum.
Hátíðin var haldin í Fíladelfíu borg í Pennsylvaníufylki til að fagna hundrað ára sjálfstæðisyfirlýsingu í Bandaríkjunum.
Þar var að finna afurðir og uppfinningar aldarinnar, m.a. fyrsta símann og fyrstu ritvélina, iðnaðaröldin var gengin í garð.Á þessari hátíð mætti tyrkneski soldáninn með framandi góðgæti að gjöf, hann kenndi bandaríkjamönnum að reykja gras.
Þetta er talin stærsta „pot-party“ eða gras-samkoma í heimi… þangað til Woodstock níutíu og þremur árum síðar. Soldáninn kynnti hönnun á pípu sem notast var við í Tyrklandi til að reykja gras, eftir þetta voru opnaðar tyrkneskar gras-stofur um öll Bandaríkin.
Fólk sótti þessa staði svolítið í leynd en allar stéttar sóttu í þetta, allt frá götusóparanum upp í forstjóra stóriðju, annað hvort reyktu þeir þarna eða gæddu sér á súkkulaði réttum sem innihéldu mikið magn af grasi eða jafnvel hassi, en vinnsla þess hófst á sama tíma og var sá gjörningur gerður af óþekktum mönnum sem voru í því að opna þessar stofur.
Á þeim tíma sem útþensla á þessum svokölluðu gras-stofum átti sér stað var komið á áfengisbanni í Bandaríkjunum og þróunin varð sú að allir fóru að reykja eða borða gras. New Orliens, 1920, fremsta gleðiborg Bandaríkjanna. Í þessari mannþröng bjuggu Spánverjar, svertingjar, Evrópubúar og Kínverjar, þarna lifðu þeir og léku. Í allri þeirri menningu sem var saman kominn þarna spratt upp ný tónlistarstefna sem er vel þekkt enn þann dag í dag, stefna sem kölluð er jazz.
Marijuana og jazz smellur saman eins og belja á beit, en á þessum tíma var ekkert áfengi að finna í Bandaríkjunum, jafnvel þar sem menn gátu fundið allt sem hugurinn girnist var ekki dropi af áfengi.Gras var flutt inn frá Mexíkó og Karabíska hafinu og svo selt nánast alls staðar, á djass klúbbum, hjá lyfsölum, á götumörkuðum og jafnvel í matvöruverslunum.
En jafnvel í paradís er eitthvað slæmt að finna en á þessum tíma var mikið um glæpi í New Orliens og morðmál yfirtóku forsíður fréttablaða. Það greip áhuga fréttamannsins William Randolph Hearst sem ólmur vildi finna efni í frammúrskarandi sögu til að selja.
Það var fyrst í New Orliens sem fólk fór að taka eftir neikvæðum áhrifum af neyslu Marijuana, menn fóru að tengja innbrot, morð og aðra glæpi við neyslu geranda. Hearst hóf að nota orðatiltakið „Marijuana menace“ eða „Marijuana faraldur“ og skrifaði hálfgerðar draugasögur um hvernig neysla leiddi til nauðgana, morða og ýmissa afbrota.
Eins og á árum áður þegar Kókaín bannið var sett á vegna hræðslu við svertingja undir áhrifum þess, en um það verður fjallað í næsta kafla, þá höfðu þessar sögur sömu áhrif í garð marijuana, þær sköpuðu hræðslu á efninu.
Allt á þessum tíma gekk fljótar fyrir sig ef komið var í garð svertingja. Menn voru fljótir að banna áfengi þegar það var talið svala svarta manninum betur en þeim hvíta og Kókaín var bannað þegar það átti að gera svertingja hættulegri.
1924 var ákveðið víðast hvar í Bandaríkjunum að banna dreifingu á Marijuana í öðrum tilgangi en til lækninga.
Í sunnaverðum Bandaríkjunum var sett bann við eign á Marijuana og var þessu banni komið á til að losna við alla þá mexikana sem voru þar búsettir, en nokkrum árum fyrr voru þeir dýrmætt vinnuafl sem ekki var lengur not fyrir. Fram til þessa er Marijuana þó löglegt víðast hvar um Bandaríkin en það átti fljótlega eftir að breytast eftir að maður að nafni Harry Jacob Anslinger tók sess í stjórn „Federal Bureau of Narcotics“ eða FBN.
Harry J. Anslinger var fremsti baráttumaðurinn gegn eiturlyfjum í Bandaríkjunum og ætlaði sér að koma Marijuana af markaði.
Fyrst varð hann að sannfæra þingið um að gera eitthvað sem aldrei hafði verið gert áður, að banna grastegund. Hans leið til að gera það var að byrja á að koma almenning í skilning um það að Marijuana væri megin orsök nauðgana og morða í landinu í þeim tilgangi koma á meiri hræðslu við efnið.
Árið 1930 hefur hræðsla gripið um sig í Bandaríkjunum um vaxandi atvinnuleysi og aukin umsvif glæpasamtaka. En óttinn beinist ekki bara að efnahagnum, mikil hræðsla myndaðist gagnvart stéttarfélögum, útlendingum og innflytjendum og varðandi áfengi.
Frá því 1920 hafði áfengi verið bannað samkvæmt stjórnaskráarlögum en eftir 14 ára bann hafði þeim lögum verið aflétt í óformlega og einblíndu yfirvöld nú á eiturlyf.Anslinger fannst ekki tilkomumikið að vera formaður ruslahreinsunarinnar, sem honum fannst baráttan gegn Marijuana vera, þar til hann sá hvernig háttsettir og mikilvægir menn eins og Hearst voru að ræða þetta málefni.
Anslinger var boðaður í heimsókn til Hearst og fékk hjá honum allar upplýsingar til að mæla gegn neyslu á Marijuana opinberlega.
Anslinger hafði enga persónulega reynslu tengda grasi á einn eða annan hátt svo hann hafði allar sínar upplýsingar og ástæður beint frá Hearst.
Hans fyrsta verkefni var að halda Marijuanalögum fylkistengdum til að auðveldara væri fyrir hann að koma á banni. Með þessu móti var það hvert fylki fyrir sig sem ákvarðaði fjármagnið í bann á eiturlyfjum og efnum líkt og Marijuana og stjórnað hversu mikinn mannafla úr verndarstéttinni yrðu notaðir í þetta, lögfræðingar, lögreglumenn o.s.frv.
Með þessu fyrirkomulagi hreyfði þetta ekki við fjárhagsáætlun Anslingers né tók mannafla frá honum.Þetta virkaði upp að vissu marki, það var þó alltaf aukinn þrýstingur frá fylkjum eins og Texas, Arizona, Colarato og fleirum, sem vildu láta ríkið gera eitthvað varðandi mexíkönsku verkamennina sem bjuggu sunnarlega í landinu og voru í neyslu og með ólæti um helgar.
Anslinger streyttist á móti, hann hafði einungis 300 manna starfsafla og takmarkað fjármagn fyrir allsherjar eiturlyfjastríð og vildi ekki hætta sér út í baráttu gegn grasinu einu, því hann sá fram á tapaða baráttu enda voru marijuana plöntur alls staðar á þessum tíma.
Hann hóf herferð sem boðaði algjöra þögn um málið en ef fólk þurfti að tjá sig um marijuana þyrfti það að láta það hljóma eins illa og hægt var, á þessum tíma snerist barátta gegn Marijuana ekki um þær hættur sem fylgdu neyslunni heldur einungis um hreina og beina pólitík. Ennþá hafði ekkert verið haft fyrir því að rannsaka afleyðingar neyslunnar því menn óttuðust niðurstöður úr slíkum rannsóknum. Aðal vopn Anslingers voru bæði kvikmyndir og fræðslumyndbönd sem drógu upp frekar óhugnanlega mynd af efninu og neytendum þess.
Anslinger fór að draga upp lög sem hann gæti lagt fyrir þingið til að banna bæði Marijuana og öll þau eiturlyf sem enn vöru löglega nema í fylkjum sem höfðu hafið herferð gegn þeim. Hann rak augun í hvernig bann á hríðskotabyssum var komið í gegn, þannig var það að þegar átti að banna eitthvað í Bandaríkjunum var það yfirleitt stjórnarskrá landsins sem í vegi var og því mjög erfitt að banna eitthvað af almennum markaði.
Það fannst leið hjá því. Sett vöru lög á sölu, útlán og deyfingu á hríðskotabyssum til þeirra sem ekki voru með stimpil sem leyfði þeim að meðhöndla hríðskotavopn, en þá varð að fá hjá ríkinu.
Þarna var kominn leið framhjá stjórnarskrárlögum og mögulegt að banna vöru út af markaði. Nú hafði Anslinger leið til að banna Marijuana og komið að því að sannfæra ríkið um það að gras væri jafn hættulegt og hríðskotabyssa.27. apríl 1927 hófst þingfundur þar sem fyrsta tilraunin var gerð til að setja lög sem tækju stjórn á flæði Marijuna um Bandaríkin, Anslinger gerði sitt besta í að sannfæra þingið um að full ástæða væri til þess að setja lög á Marijuna rétt eins og hafði verið gert við hríðskotavopn.
Sú leið sem Anslinger fór til að sannfæra þingið um þetta var að hann kallaði Marijuna fyrsta þrep niður stiga til hellvítis, að neytandi væri búinn að taka skref í átt að Heroín-, Kókaín- og Opíumneyslu og myndi enda sem morðóður geðsjúklingur í leit að næsta skammti.
Hann studdist mikið við mál ungs drengs að nafni Victor Locada sem reykti Marijuana og fór svo og sneiddi niður fjölskyldu sína með exi.
Seinni meir viðurkenndi hann í viðtali að Marijuana hafi alls ekki verið ástæðan fyrir þessum hrottalega gjörningi drengsins heldur hefði hann átt við alvarlega geðsýki að stríða, var haldinn ofskynjunum og þjáðist af geðklofa og ranghugmyndum.
Dr. William Woodworth bar vitni við þingið þar sem hann talaði um sannanaleysi á hættum Marijuana og bennti á að engar rannsóknir hefðu verið gerðar til að komast að því nákvæmlega hvað þessi efni gerðu neytanda. Þingið ákvað að hunsa ábendingar hans.
Þeir sökuðu hann um að reyna að vera standa í vegi fyrir að eitthvað gott yrði gert og var farið illa með hann í orðum eftir þetta, ríkið fór ranglega með það sem hann sagði við þingið og var því haldið fram að hann hafi verið að styðja að skólabörn neyttu Marijuana. Anslinger fékk sínu framgengt, þingið setti fram einskonar takmörkunarlög á Marijuana sem gerði það að verkum að þeir sem höfðu rétt á að kaupa efnið þurftu að fá sérstakan stimpil hjá ríkinu.
Stimpillinn var framleiddur í algjöru lágmarki og aðeins dreift til stórra lyfjafyrirtækja. Allir þeir sem óskuðu eftir að eiga, selja eða notast við Marijuana þurftu að borga skatt af því og eiga þessa stimpla, aldrei fóru stimplar af stað til úthlutunar til almennings.
Sama dag og nýju lögin voru sett á var maður að nafni Samuel Coldwell handtekinn fyrir eign og 4 dögum seinna féll fyrsti dómurinn í Marijuana máli, hann var dæmdur í 4 ára fangelsisvsist og til að greiða skuld uppá þúsund dali.
Anslinger flaug frá Washington til Colarato til að sjá rættlætinu fullnægt fyrir rétti í fyrsta skipti. Svona hófust refsingar gegn Marijuana neytendum og dreyfingaraðilum.
Ári eftir samþykki á lögum Anslingers kom fyrsta gagnrýnin á þau og það frá sterkri rödd borgarstjóra New Yourk borgar, Fiorello H. La Guardia.
La Guardia setti saman hóp lyfjafræðinga frá New York Academy of Medicine til að rannsaka þetta svokallaða „vandamál“ í New York borg.
La Guardia var mjög á móti Marijuana skatt-stimpil-reglugerð Anslingers. Þessi hópur fór í skóla og tók bæði nemendur og skólastjóra á tal og jafnvel rannsökuðu áhrif Marijuana á fullorðna. Eftir fjögurra ára rannsókn komust þeir að eftirfarandi niðurstöðum; Reykingar á Marijuanda leiða ekkitil fíknar, neysla á Marijuana er ekki algeng hjá nemendum og Marijuana neysla orsakar ekkiglæpi. Kaldhæðnin við þessa rannsókn var sú að það gras sem notað var til rannsókna var keypt frá Anslinger fyrir einn af þeim fáu stimplum sem gefnir voru út en La Guardia lét gera þetta í gegnum New York Academy of Medicineí nafni rannsóknar á skaða Marijuana.
Þegar niðurstöður rannsóknarinnar voru gefnar út var Anslinger móðgaður og fannst hann vera svikinn, hann hunMsaði niðurstöðurnar og hélt áfram herferð sinni gegn marijuana og valdi náði hann að halda Marijuana ólöglegu í Bandaríkjunum, líka í New York.Eftir fyrra stríð (W.W 1) dróst úr Marijuana tengdum handtökum en Anslinger hélt áfram að nota áhrif fjölmiðlanna og réðist gegn fræga fólkinu.
Hann handtók djass trommarann Jean Gruber fyrir vörslu og hann sat í 82 daga í fangelsi, leikarinn Robert Mitchen var tekinn í grasagleðskap og starfsferil hans þar með nánast lagður í rúst.
En á eftir faraldri kemur annar faraldur og á þessum tíma var annað fíkniefni að verða vinsælt, sem á þeim tíma var löglega, á vígvöllum seinna stríðs. Í Þýskalandi voru margar tækniframfarir í hernaði þar á meðal var efni sem gerði hermönnum Nasista léttara að marsera langar leiðir, vaka sólarhringum saman og þurfa ekki á mat að halda. Þetta efni kallaðist Amfetamín, betur þekkt sem „spítt“. Fólki kom á óvart hversu hratt Nasistar marseruðu um Evrópu, hversu þrautlausir hermenn Hitlers voru.
Skýringin er sú að þeir voru að taka inn mikið magn af spítti.
Hitler sprautaði sig allt að 5 sinnum á dag með efni sem kallast Methamphetamín en það er sterkara efni með sömu áhrif og amfetamín.
Spítt var eining gefið japönskum hermönnum og methamphetamín var gefið „kamakazi“ flugmönnum. Fíkniefni Öxulveldanna voru örvandi, höfðu örvandi áhrif á taugakerfið og gerði mennina nákvæmari og varari um sig, sjálfsöruggari og ákveðnari, en þessi efni komu fyrst á markað sem lungnameðöl í hylkjum sem hlutu gælunafnið „Benni“.
Fólk áttaði sig fljótt á því að ef það braut upp hylkið og tók bómulpokann úr, var hægt að leysa efnin upp í t.d. kaffibolla og fá þessi örvandi áhrif sem lýst er hér að ofan.
Árið 1946 fundu þessi efni sér leið inn á almennan markað, heimavinnandi húsmæður fóru að taka spítt til að líða betur og eldra fólk tók það fyrir aukna orku og vellíðan, vörubílstjórar tóku það til að halda sér vakandi dögum saman rétt eins og bryggjuverkamen notuðu kókain eins og nánar verður greint frá hér á eftir.
Listamenn hófu að taka þetta til innblásturs rétt eins og öll önnur fíkniefni sem fundin hafa verið upp, svo að nefna ameríska skáldsagnahöfundinn Jack Kerouac, en hann skrifaði frægasta verk sitt á aðeins 20 dögum, skáldsöguna On the Roadundir stöðugum áhrifum af spítti. Þess má geta að eitt frægasta dæmi af spíttfíkli eða amfetamínfíkli var kóngurinn sjálfur Elvis Aron Prestley en hann kynntist efninu á vígvöllum seinna stríðs er hann hóf herskyldu sína í September 1951.
Strax í herbúðunum tók liðþjálfi á móti honum og kynnti hann fyrir spítti, þann dag varð kóngur rokksins að fíkli.Fljótt var komið á reglugerð varðandi methanfetamín um að aðeins læknar gætu skrifað uppá og lyfjasali gat selt efnið, en gallinn var sá að methanfetamín var svar við öllu. Ef fólk var þunglynt fékk það meth, ef fólk vildi grennast fékk það meth, ef fólk kvartaði yfir verkjum einhverstaðar fékk það meth.
Árið 1947 tók W.R Beth lyfjafræðingur samann skýrslu þar sem hann telur upp allar ástæður þess að meth var skrifað út og nefndi þar alls 40 mismunandi ástæður sem læknar gáfu þegar skrifað var út meth.
Árið 1960 voru meth fíklar farnir að fela notkun sýna en grasið sást aftur notað opinberlega. En var fólk fangelsað fyrir vörslu á grasi, allt að 4 ár en það fór eftir magni efnisins, Marijuana var aftur orðið aðal fíkniefnið þrátt fyrir að skattastimpilslög Anslingers.
Ástæða þess að gras var oftast helsta fíkniefnið var sú að það var ekki talið hafa áhrif á heilastarfsemi til lengri tíma og því ekki talið ávanabindandi.
Af þessari ástæðu höfðaði efnið líka til fólks sem talið var gáfað og var mikið um Marijuana reykingar í háskólum um öll Bandaríkin í kringum árið 1960.
Þrjátíu og þremur árum eftir að skattastimplalögin voru sett á Marijuana var skorað á hæstarétt til að endurskoða reglugerðina, sá sem leiddi það frumvarp var maður að nafni Timothy Francis Leary eða „the LSD guru“ Hann benti hæstarétti á galla við lögin en til þess að fá leyfi þurfti viðkomandi þegar að eiga Marijuana.
Ef þú áttir Marijuana án leyfis samsvaraði það fangelsis dómi, þannig að umsókn um leyfir væri í raun framsal á eigin frelsi, hæstaréttur felldi lögin úr gildi.
Marijuana varð löglegt þangað til reglugerð um neytandafrelsi á fíkniefnum var tekin í gildi árið 1970. Þetta gerði grasið ólöglegt en dró alls ekki úr neyslu þess, á sama tíma er meth ennþá löglegt, að því leiti að læknar gátu skrifað það út, og neysla á því er talin hafa náð hámarki á árunum 1970 – 1975.
Á þeim árum fór t.d. íþróttarfólk á borð við knapa, ameríska fótboltamenn og hjólreiðamenn að notast við það til að auka úthald og sjálfstraust. Hjólreiðamaðurinn Tony Simpson datt dauður niður á meðan hann hjólaði á Tour de France undir áhrifum meths.
Spítt drepur neytendur sem taka inn of mikið af því með því að sprengja í þeim hjartað sökum of hraðra taugaboða frá heilanum, hjartavöðvinn rifnar í sundur og hjartað springur.
Á þessum árum fór marijuana að koma sér inn á löglegan markað, en læknar fóru að skrifa út gras til sjúklinga sem þjáðust af heilaæxli, en gras bæði minnaði sársauka og jók matarlist sjúklinganna.
Marijuana lestinn hefur keyrt fram og til baka, en til að taka þetta allt saman má setja þetta upp svona; Einu sinni var bandaríska ríkið á móti lögum gegn Marijuana en slíkum lögum var engu að síður komið á árið 1937.
Bara til að sjá þau felld niður af hæstarétti 33 árum seinna. 1970 var Marijuana svo bannað aftur en í dag geta læknar skrifað það út til sjúklinga með heilaæxli, eyðni eða holdsveiki.
Í dag eru 11 fylki í Bandaríkjunum sem leyfa vörslu á vissu magni af Marijuana og í Amsterdam í Hollandi er gras algjörlega löglegt og víða um heim er verið að endurskoða löggjöfina því talið er að áhrif og afleiðingar laga gegn Marijuana séu hættulegri en áhrifin af grasinu sjálfu. Stjórnvöld í Noreigi horfa nú í kosti þess að lögleiða Marijuana og taka upp að ríkisframleiða það, með þeim hættir mun allar þær fjárhæðir, sem skipta á marga tugi milljóna á dag, hefjast að reiknast í gegnum skatt og einnig verður létt að fylgjast með neyslu neytanda.
Mín persónulega skoðun sem kannski skín í gegn hér að ofan er sú að hér á Íslandi ættum við að íhuga að lögleiða sölu á Marijuana en daglega hér á landi er verslað gras fyrir 20 Milljónir króna, framhjá skatti.
Einnig sýna nýlegar rannsóknir að áhættur sem fylgja neyslu á Marijuana hafi í för með sér minni hættur yfir allt séð en t.d neysla á tóbaki eða alkahóli, aðrar áhættur að vísu en á heildina litið, færri.

Það er gefið mál að reglur búa til glæpi, ef litið er á áfengisbannið sem sett á í bandaríkjunum og bjó því til stærsta svartamarkaðsvöru sem þekkist hefur í sögunni og fjármagnaði alla starfsemi Mafíu fjölskyldna á þessum tíma.