Mér finnst það svolítið langt gengið að kalla frelsi tilgang lífsins, þó það sé vissulega mikilvægt og þess virði að berjast fyrir.
Lífið hefur engan sérstakan tilgang frekar en aðrir hlutir og fyrirbæri sem eru ekki búin til af einhverri vitund sem gæti hafa búið það til með einhvern tilgang í huga, eins og t.d. grjót, vindur og sjúkdómar.