Manneskjan sem spurt er um var og er eitt þekktasta og merkasta skáld Íslendinga. Skáldið sótti flest yrkisefni sín í kristna trú og var mest alla ævi sína trúrækinn þjónn kirkjunnar. Prédikanir skáldsins sem og boðskapur verka hans tengdust gjarnan sambandi mannsins við guð og oftar en ekki var skáldinu hugleikið hvernig maðurinn eltist við veraldlega hluti. Skáldið notaði mikið nýyrði og líkingar í textum og m.a. líkti skáldið lífi mannsins við messu sem maðurinn sofnaði í. Skyndilega þegar presturinn segði amen við lok messunnar væri eins og maðurinn vaknaði og gerði sér grein fyrir því hvað skipti raunverulegu máli í lífinu.