Ojj ég skil þig, ég er líka með adhd, og það er pain að lesa og læra undir próf. Ég kláraði bók í gær sem ég átti að segja frá í dag, en nei ég man ekki neitt úr bókinni >_
Það sökkar, ég er líka svona ég get ekki byrjað á neinu fyrr en á síðustu stundu, ég bara geeet það ekki. Ég á að skila söguverkefni eftir tvo klst og ég er ekki búin. n_n
emo kallar. en jebb, ég skil þig vel… ég er kannski ekki með adhd en ég kann ekki að einbeita mér svo ég læri aldrei fyrr en kvöldið/nóttina fyrir próf. ætla mér að njóta þess að komast upp með það í ár í viðbót.
Þegar fólk sem hefur sjúkdóminn í alvöru, nei. Þegar fólk segist hafa hann eða læknar greina rangt og einstaklingurinn notar ADHD sem afsökun til að læra aldrei heima og djamma allar helgar, já.
Bætt við 2. október 2009 - 14:46 Eða þegar foreldrar ala börnin sín illa upp og leyfa þeim allt, sem þróast útí alvarlega agavandamál og þeir skella krökkunum á concerta eða ritalín og segja að börnin séu ofvirk og að þetta sé ekki þeim að kenna.
Tilvik 2 og 3 eru ekki algeng, en ekki óalgeng heldur.
Það virkar best að fara einhvert þar sem tölva er ekki til staðar og lítið um truflanir utan frá. Sem sagt engir gluggar eða neitt bara borð og stóll. Þetta sagði allavegna sálfræðikennarinn minn okkur að væri besta aðferðin fyrir krakka með AMO að læra.
Stór munur á að binda fyrir augun og vera í geymslu og að vera bara í einfaldri kennslustofu frá gluggum og öðru sem gæti fangað athygli manns. Öllu má nú ofgera.
Ég sjálf hef verið að vinna með krökkum með ADHD og af persónulegri reynslu vinna krakkarnir best hjá mér þegar það er lítið um truflanir svo þetta kennslubókardæmi gengur alveg upp. Eða eru kannski að vinna með einni rólegri manneskju.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..