Vá, djöfull á hann gott líf framundan. Hann fékk einhverjar ágætisuppástungur til að safna pening fyrir þessari “skuld” en hundsaði þær allar. Í staðinn ákvað hann…að spila í Lengjunni!
Já, dömur mínar og herrar, maðurinn sem nennir ekki minnstu vinnu til að fá það sem hann vill, heldur spilar í Lengjunni í staðinn og vonar að peningurinn hoppi uppí til hans. Það er gott að vita að tækniöldin hefur ekki latt Íslendinga né gert úr þeim frík sem hægt er að hlæja að.
En fyrst við erum í fjárhættuspilinu, eigum við ekki öll að veðja hvar vesalings drengurinn verður eftir tíu ár?
Ég skýt á að hann verði á atvinnuleysisbótum að leigja herbergi/litla íbúð á Reyðarfirði.