1
1Upphaf fagnaðarerindisins um Jesú Krist, Guðs son. 2Svo er ritað hjá Jesaja spámanni:
Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér,
er greiða mun veg þinn.
3 Rödd hrópanda í eyðimörk:
Greiðið veg Drottins,
gjörið beinar brautir hans.
4Þannig kom Jóhannes skírari fram í óbyggðinni og prédikaði iðrunarskírn til fyrirgefningar synda, 5og menn streymdu til hans frá allri Júdeubyggð og allir Jerúsalembúar og létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.
6En Jóhannes var í klæðum úr úlfaldahári, með leðurbelti um lendar sér og át engisprettur og villihunang. 7Hann prédikaði svo: “Sá kemur eftir mig, sem mér er máttugri, og er ég ekki verður þess að krjúpa niður og leysa skóþveng hans. 8Ég hef skírt yður með vatni, en hann mun skíra yður með heilögum anda.”
Skírn og freisting
9Svo bar við á þeim dögum, að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og var skírður af Jóhannesi í Jórdan. 10Um leið og hann sté upp úr vatninu, sá hann himnana ljúkast upp og andann stíga niður yfir sig eins og dúfu. 11Og rödd kom af himnum: “Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun.”
12Þá knúði andinn hann út í óbyggðina, 13og hann var í óbyggðinni fjörutíu daga, og Satan freistaði hans. Hann hafðist við meðal villidýra, og englar þjónuðu honum.
Guðs ríki í nánd
14Þegar Jóhannes hafði verið tekinn höndum, kom Jesús til Galíleu og prédikaði fagnaðarerindi Guðs 15og sagði: “Tíminn er fullnaður og Guðs ríki í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu.”
Fyrstu lærisveinar
16Jesús var á gangi með Galíleuvatni og sá Símon og Andrés, bróður Símonar, vera að kasta netum í vatnið, en þeir voru fiskimenn. 17Jesús sagði við þá: “Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.” 18Og þegar í stað létu þeir eftir netin og fylgdu honum.
19Hann gekk skammt þaðan og sá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróður hans, og voru þeir einnig á báti að búa net. 20Jesús kallaði þá, og þeir yfirgáfu Sebedeus föður sinn hjá daglaunamönnun
þetta lýsir upp þitt svarta myrkur lyfðu heil
Hæ ég heiti Geir og ég er frændi.